Orð og tunga - 01.06.1988, Page 24
12
Orð og tunga
orðbundin hafa þau stundum lesgildi, þ.e. þau eru borin fram í lestri, t.d. eru
og ‘,’ borin fram komma í 6.5 og 1,5. Ekki var þó brugðið á það ráð að leysa upp
úr þessum greinarmerkjum á svipaðan hátt og skammstöfununum heldur er hér
htið á þessi samsettu töluorð sem eina orðmynd eins og önnur samsett töluorð
(t.d. er htið á 1984 sem ema orðmynd en ekki fimm: nítján hundruð áttatíu og
fjögur). Hér er því farið eins með greinarmerkin punkt og kommu þegar þau
eru orðbundin hvort sem þau hafa lesgildi eða ekki. Bandstrik hefur hka oftast
lesgildi í tölum, t.d. 2-S og 1980-1982, en ekki var heldur leyst upp úr þeim m.a.
af þeirri ástæðu að ekki er alltaf augljóst hvert lesgildið er og jafnvel hugsanlegt
að bandstrikið hafi ekkert lesgildi. Til dæmis er hægt að lesa úr 2-3 ár á a.m.k.
þrjá vegu: tvö til þrjú ár, tvö eða þrjú ár eða tvö, þrjú ár.
Aðeins tvö orðtákn koma fyrir í textunum: ‘=’ og ‘%’, t.d. 1 gígawattstund
(GWh) = 1 milljón kílówattstunda (kWh), 77%o, 71.3%, og var ekki leyst upp
úr þeim enda er lesgildi þeirra ekki ótvírætt; ‘=’ má t.d. lesa (er) jafnt (og) eða
(er) sama sem/og, og ‘%’ má t.d. lesa prósent eða af hundraðú
Að lokum voru hástafir lækkaðir nema í sérnöfnum og stafsetning samræmd
núgildandi stafsetningarreglum þar sem notuð hafði verið z.
5.2 Málfræðigreiningin
5.2.1 Uppflettimynd
Þar sem tilgangurinn með þessari könnun var að kanna tíðni orða, en ekki aðeins
tíðni orðmynda, þurfti á einhvern hátt að lialda saman mismunandi orðmyndum
sama orðs. Það var gert á þann hátt að færa upp sérstaka uppflettimynd við
hvert lesmálsorð sem sýnir hvaða orði lesmálsorðið tilheyrir. Hér verður heitið
uppflettimynd einskorðað við þessa merkingu: mynd sem sýnir hvaða orði tiltek-
ið lesmálsorð tilheyrir. Uppflettimynd fallorða er í nefnifalh, karlkyni, eintölu og
uppflettimynd sagna er í nafnhætti. Þannig er svceði uppflettimynd lesmálsorðs-
ins svceðisins, gamall uppflettimynd lesmálsorðsins eldri, þýða uppflettimynd
lesmálsorðsins þýðir o.s.frv.
5.2.2 Orðflokkarnir
I þeim tilgangi að kanna tíðni helstu málfræðiatriða voru ýmsar upplýsingar
tilgreindar með sérhverju lesmálsorði. Sú stefna var tekin í upphafi að tilgreina
sem ítarlegastar upplýsingar með lesmálsorðimum í fyrstu atrennu og sjá síðan
til hvort þær kæmu allar að gagni eða hvort fengur væri í niðurstöðmn um tíðni
allra þessara málfræðiatriða. I þessum kafla og þeim næstu verður fjallað um
þessa málfræðigreiningu. Tahn verða upp þau málfræðiatriði sem tilgreind voru
við lesmálsorðin og lýst þeim vandamálum og vafaatriðum sem upp komu við
greininguna. Hér verður fyrst fjallað um orðflokkagreininguna en í næstu köflum
verður fjallað um einstaka orðflokka.
Við sérhvert lesmálsorð var tilgreindur orðflokkur þess. Orðflokkarnir sem
gerður er greinarmunur á eru átta: nafnorð, lýsingarorð, fornöfii, laus greinir,
töluorð, sagnir, atviksorð og samtengingar. Eins og sést af þessari upptalningu
eru forsetningar ekki taldar sérstakur orðflokkur og er skýringu á því að finna í