Orð og tunga - 01.06.1988, Síða 26
14
Orð og tunga,
nafnorð af erlendum toga sem nefnd voru hér að framan; tala og fall þeirra var
greint en ekki kyn. Alls reyndust nafnliðir þessir vera 21 og komu þeir fyrir 39
sinnum. Ekki eru þeir þó allir af erlendum toga því að í þessum hópi er einnig
sérnafnið Heiðin há, en eins og nærri má geta reyndist auðveldara að greina kyn
þess en hinna. Eftir á að hyggja hefði verið einfaldast að sleppa því að greina
þessa erlendu nafnliði, á sama hátt og sleppt var að greina samfelldar tilvitnanir
á erlendum málum, enda er tíðni þessara nafnliða það lág að þeir skipta engu
máli fyrir heildartíðni nafnorða.
5.2.4 Lýsingarorð
Við sérhvert lýsingarorð var tilgreint kyn, tala, fall, beyging og stig. Beyging lýs-
ingarorða er annaðhvort veik, sterk eða þá að lýsingarorðið er óbeygjanlegt, eða
réttara sagt að form lýsingarorðsins breytist ekki við beygingu, t.d. aflóga, ið-
andi, skeifulaga, vaxandú Greining lýsingarorða olli ekki teljandi erfiðleikum og
því er ekki meira um hana að segja að svo stöddu. Sjá kafla 5.2.9 um greinarmun
lýsingarorða og atviksorða.
5.2.5 Fornöfn
Fornöfnum var skipt í sjö undirflokka: persónufornöfn, eignarfornöfn, ábend-
ingarfornöfn, spurnarfornöfn, óákveðin fornöfn, óákveðin ábendingarfornöfn og
tilvísunarfornafn. Þessi flokkun er frábrugðin hefðbundinni flokkun fornafna á
þrjá vegu: I fyrsta lagi er afturbeygða fornafnið sig ekki talið sérstakur undir-
flokkur heldur talið með öðrum persónufornöfnum (afturbeygt persónufornafn)
til samræmis við afturbeygða eignarfornafnið sinn sem ætíð hefur verið talið
til eignarfornafna. I öðru lagi eru fornöfnin slíkur, sjálfur, samur og þvílíkur
talin sérstakur undirflokkur, óákveðin ábendingarfornöfh, en þessi orð hafa oft-
ast verið greind sem nokkurs konar undirflokkur ábendingarfornafna. I þriðja
lagi er tilvísunarfornafnið hér aðeins eitt, hver, sem aðeins eitt dæmi fannst um í
textunum eins og fram kemur í kafla 6.4 hér á eftir: og finnst hún endilega þurfa
að hringja heim hvað hún annars nær aldrei gerði í vinnutímanum. Tilvísun-
arorðin sem og er, sem talin eru til fornafna í hefðbundinni orðflokkagreiningu,
eru hér talin til samtenginga í samræmi við stöðu þeirra og hegðun.
Að öðru leyti voru fornöfn greind sem hér segir: Greind var persóna, tala og
fall fornafna 1. og 2. persónu en kyn, tala og fall annarra fornafna.
Helstu erfiðleikar varðandi fornöfnin fólust í skiptingu þeirra í undirflokka; þó
nokkur dæmi eru um að sama orðmyndin geti tilheyrt mismunandi fornöfnum.
Mest ber á þessu þar sem fornafn 3. persónu er í hvorugkyni eintölu og allri
fleirtölunni eins og ábendingarfornafnið sá. Á milli þessara fornafna getur verið
erfitt að greina, einkum þegar ábendingarfornafnið er ekki ákvæðisorð nafnorðs.
Erfitt er að gefa ákveðnar reglur um greinarmun þessara fornafna en þó má
nefna að oftast er það ábendingarfornafnið en ekki persónufornafnið sem tekur
með sér tilvísunarsetningu. Til dæmis er þeirra ábendingarfornafn í andspeenis
fólsku þeirra sem stærri eru.