Orð og tunga - 01.06.1988, Side 27
Friðrik Magnússon: Hvað er títt?
15
5.2.6 Laus greinir
Laus greinir er Eiðeins eitt orð í íslensku, hinn, og var liann greindur í kyni, tölu
og falli. Hann er hér talinn sérstaJcur orðflokkur eins og jafnan í hefðbundinni
orðflokkagreiningu en vel hefði komið til greina að flokka hann með fornöfnum,
sem undirflokk fornafna, vegna stöðu hans og hlutverks innan nafnliðarins.
5.2.7 Töluorð
Segja má að af fallorðunum hafi töluorðin verið einna erfiðust viðfangs þegar
að málfræðigreiningunni kom. Það stafar meðal annars af því að tölur er hægt
að tákna á a.m.k. þrennan hátt: með orðum (tuttugu og einn), tölustöfum (21)
eða rómverskum tölum (XXI). Þetta veldur því að þegar textarnir voru bútaðir
niður í stök lesmálsorð greindust samsett töluorð í mörg lesmálsorð þegar þau
voru táknuð með orðum (tuttugu og einn greindist t.d. í þrjú lesmálsorð) en ekki
þegar þau voru táknuð á annan hátt (t.d. 21 eða XXI). Af þessu leiðir að tíðni
töluorða veltur að nokkru leyti á því hvernig samsettu töluorðin eru táknuð.
Vegna þessa er ekki mikið að marka tíðni einstakra töluorða en það ætti þó ekki
að koma svo mikið að sök þax sem það liggur í eðli orðflokksins að vitneskja um
tíðni einstakra töluorða er ekki sérlega áhugaverð.
Um greiningu töluorða er að öðru leyti þetta að segja: Töluorðunum var
skipt í fjóra undirflokka: frumtölur, raðtölur, prósentutölur og í fjórða lagi ártöl
og númer. Tveir fyrstu flokkarnir þarfnast ekki skýringa en rétt er að útskýra
stuttlega hina tvo. Ártöl og númer (t.d. árið 1973, númer 288) voru flokkuð í
sérstakan undirflokk vegna þess að þau beygjast ekkert. Töluorðið 1973 breytist
ekkert þótt nafnorðið sem það stendur með beygist: árið 1973, ársins 1973. I
báðum tilvikum er töluorðið eins, endar á þrjú. Sama er að segja um númerin;
þau beygjast hvorki í kynjum né föllum: kafli tvö, kafla tvö, rás tvö, rásar tvö.
Þessi töluorð beygjast því hvorki í kynjum né föllum þótt þau séu að formi til
eins og nefnifall/þolfall hvorugkyns samsvarandi frumtalna. Hinn flokkurinn,
prósentutölurnar, beygjast að vísu en þar sem ekki er ótvírætt hvernig lesa á úr
prósentumerkinu (eins og getið var í kafla 5.1 hér að framan) var kyn, tala og
fall þessara töluorða ekki greint.
Við sérhvert töluorð var því tilgreindur undirflokkur þess en auk þess kyn,
tala og fall frumtalna og raðtalna.
5.2.8 Sagnir
Við sérhverja sögn voru tilgreind háttur og mynd. Hættirnir eru sjö: fram-
söguháttur, viðtengingarháttur, boðháttur, nafnháttur, sagnbót, lýsingarháttur
þátíðar og lýsingarháttur nútíðar. I kafla 5.2.2 var minnst á erfiðleika við að
gera greinarmun á lýsingarháttunum og lýsingarorðum (og atviksorðum) og er
því óþarfi að endurtaka það hér en hins vegar er rétt að skýra muninn á sagnbót
og lýsingarhætti þátíðar.
Gerður er greinarmunur á óbeygjanlegri sagnbót og beygjanlegum lýsingar-
hætti þátíðar. Sagnirnar hafa og geta taka með sér sagnbót (t.d. ég gat ekki
farið, hann hafði ekki séð þessa konu), en sagnir eins og vera og verða (t.d. í