Orð og tunga - 01.06.1988, Page 38
26
Orð og tunga
6.2 Nafnorð
I töflu 13 er sýnd heildartíðni nafnorða (orða, orðmynda, beygingarmynda og
lesmálsorða). Þar sést meðal annars að meðaltíðni nafnorða er aðeins 3,41 en
eins og sást í töflu 7 er meðaltíðni allra orða í könnuninni 7,69. Hvert nafnorð
kemur því tiltölulega sjaldan fyrir miðað við flesta aðra orðflokka eins og sjá má
reyndar á tölum um meðaltíðni þeirra hér á eftir.
Tíðni Að meðaltali
orðmyndir beygingarmyndir lesmálsorð
Orð 4.033 1,58 1,78 3,41
Orðmyndir 6.386 1,12 2,15
Beygingarmyndir 7.166 1,92
Lesmálsorð 13.742
Tafla 13: Tíðni nafnorða
Þá er komið að málfræðiatriðum nafnorða. I töflu 14 kemur fram tíðni falla,
kynja og talna nafnorða, talið í lesmálsorðum. Ef litið er fyrst á kyn nafnorða sést
að flest dæmi finnast um hvorugkynsorð, eða 34,85%, en skipting milli kynjanna
þriggja er þó tiltölulega jöfn. Það sem nefiit er „Annað“ í töflunni eru orð
sem ekki voru kyngreind, sbr. kafla 5.2.3. Ef htið er á fölfin vekur athygfi að
eignarfall er áberandi sjaldgæfast, en hin föllin þrjú eru nærri jafn algeng þótt
Karlkyn Kvenkyn Hvorugkyn Annað Alls
Tíðni % Tíðni % Tíðni % Tíðni Tíðni %
nf 1.444 32,00 1.266 29,11 1.100 22,97 33 3.843 27,97
þf 1.185 26,26 1.355 31,16 1.254 26,19 12 3.806 27,70
þgf 1.143 25,33 1.196 27,50 1.607 33,56 31 3.977 28,94
ef 741 16,42 532 12,23 828 17,29 15 2.116 15,40
et 2.978 65,99 3.127 71,90 3.158 65,94 88 9.351 68,05
ft 1.535 34,01 1.222 28,10 1.631 34,06 3 4.391 31,95
Alls 4.513 32,84 4.349 31,65 4.789 34,85 91 13.742
Tafla 14: Kyn, tala og fall nafnorða
þágufallið hafi vinninginn. Ekki er gott að segja hvort munurinn sem fram
kemur á nefnifalfi, þolfalli og þágufalli er marktækur en ekki er ósennilegt að
meiri efnivið þurfi til að geta fullyrt um það hvert þeirra er algengast. Þá má
einnig benda á að þessi þrjú föll hafa misháa tíðni eftir kyni nafnorðanna; þannig
er nefnifallið algengasta fall karlkynsorða, þolfalfið algengasta fall kvenkynsorða