Orð og tunga - 01.06.1988, Qupperneq 39
Friðrik Magnússon: Hvað er títt ?
27
en þágufallið hins vegar algengasta fall hvorugkynsorða. Þá kemur einnig fram
í þessari töflu að rúmlega tveir þriðju lesmálsorða nafnorðanna eru í eintölu.
I framhaldi af töflu 14 er tilvalið að bera saman skiptingu nafnorða milli
kynja í könnun OH og Astu Svavarsdóttur (1987:133). Tafla 15 sýnir þennan
samanburð. Þar er borinn saman fjöldi orða af kynjunum þremur og auk þess
ÁS Könnun OH
Kyn Orð % Orð % Lesmálsorð %
kk 281 26,84 1.347 33,85 4.513 33,06
kvk 428 40,88 1.407 35,36 4.349 31,86
hk 338 32,28 1.225 30,79 4.789 35,08
AIls 1.047 3.979 13.651
Tafla 15: Kyn nafnorða — samanburður tveggja kannana
er fjöldi lesmálsorða í könnun OH hafður til hhðsjónar. Rétt er að taka fram að
heildartíðni nafnorða í könnun OH er nokkru lægri í þessari töflu en í töflu 13 hér
að framan vegna þess að hér er sleppt þeim nafnorðum sem ekki voru kyngreind.
Ekki verður sagt að þessum tveimur könnunum beri mjög vel saman um tíðni
kynjanna. I könnun Ástu eru kvenkynsorðin áberandi flest en karlkynsorðin
fæst, en í könnun OH eru kvenkynsorðin að vísu flest en karlkynsorðin aðeins
lítið eitt færri og hvorugkynsorðin fæst. Þegar Htið er á lesmálsorðin birtist svo
enn ein mynd af tíðni kynjanna þar sem flest dæmi finnast um hvorugkynsorð,
næstflest um karlkynsorð en fæst um kvenkynsorð. Meðaltíðni nafnorða er því
nokkuð misjöfn eftir kynjum samkvæmt könnun OH: Meðaltíðni karlkynsorða er
3,35, kvenkynsorða 3,09 og hvorugkynsorða 3,91. Meðaltíðni allra nafnorða er
hins vegar 3,41 eins og fram kom í töflu 13.
Síðasta taflan um málfræðiatriði nafnorða, tafla 16, sýnir tíðni viðskeytts
greinis annars vegar og tíðni sérnafna og samnafna hins vegar. Þar kemur fátt
Samnöfn Sérnöfn AHs
Tíðni % Tíðni % Tíðni %
Án greinis 9.497 78,15 1.455 91,57 10.952 79,70
Með greini 2.656 21,85 134 8,43 2.790 20,30
Alls 12.153 88,44 1.589 11,56 13.742
Tafla 16: Viðskeyttur greinir — sérnöfn og samnöfn
á óvart, mikill meirihluti nafnorða er án greinis og er þar nokkur munur á sér-
nöfnum og samnöfnum eins og eðlilegt verður að teljast. Þá kemur einnig fram
að sérnöfn eru aðeins tæplega 12% allra nafnorðanna.