Orð og tunga - 01.06.1988, Side 41
Friðrik Magnússon: Hvað er títt?
29
Loks sýnir tafla 17 algengustu naínorðin annars vegar og hins vegar algeng-
ustu orðmyndir nafnorða. I þessari töflu vísar skammstöfunin Tx til fjölda texta.
Ef litið er fyrst á algengustu nafnorðin er áberandi hversu fá þeirra koma fyrir
í öflum textunum ellefu og einnig hversu nafnorð sem aðeins koma fyrir í einum
eða tveimur textum eru ofarlega á flstanum. Sem dæmi má nefna að kvenkyns-
orðið forsjá er tíunda algengasta nafnorðið þótt það komi aðeins fyrir í einum
texta. Svipaða sögu má reyndar segja af algengustu orðmyndunum; engin orð-
mynd kemur fyrir í öllum textunum og orðmyndin forsjá er sjötta algengasta
orðmyndin þótt hún komi aðeins fyrir í einum texta. Þetta sýnir að sá efniviður
sem liggur að baki þessum niðurstöðum er tæpast nægjanlegur til að sýna eðfllega
mynd af algengustu nafhorðunum og algengustu orðmyndum þeirra. Hins vegax
er ljóst af þessum niðurstöðum hversu mjög nafnorðin mótast af efni textans
hverju sinni þannig að erfitt gæti reynst að sýna „eðfllega mynd“ af algengustu
nafnorðunum, sama hversu mikill efniviður lægi að baki niðurstöðunum.
6.3 Lýsingarorð
I töflu 18 er sýnd heildartíðni lýsingarorða (orða, orðmynda, beygingarmynda og
lesmálsorða). Þar sést að meðaltíðni lýsingarorða er frekar lág, eða 3,08 sem er
ennþá lægra en hjá nafnorðum. Einstök lýsingarorð koma því afar sjaldan fyrir
og hafa lýsingarorðin, ásamt töluorðunum, lægsta meðaltíðni orðflokka.
Tíðni Að meðaltafl
orðmyndir beygingarmyndir lesmálsorð
Orð 1.182 1,75 2,14 3,08
Orðmyndir 2.070 1,22 1,76
Beygingarmyndir 2.534 1,44
Lesmálsorð 3.638
Tafla 18: Tíðni lýsingarorða
Þá er komið að málfræðiatriðum lýsingarorða. I töflu 19 kemur fram tíðni
falla, kynja og talna lýsingarorða, talið í lesmálsorðum. Fróðlegt er að bera hana
saman við sambærilega töflu fyrir nafnorðin, töflu 14, og sýnir sá samanburður
að skipting lýsingarorða eftir kynjum og föllum er nokkuð önnur en sambærileg
skipting nafnorða. Ef fyrst er litið á föllin sést að nefnifafl er langalgengast,
eða rétt rúmlega helmingur dæmanna, og má segja að nefnifall sé ríkjandi fall
lýsingarorða sem er ólíkt nafnorðunum þar sem nefnifafl, þolfcill og þágufafl hafa
svipaða tíðni. Eignarfall lýsingarorða er lúns vegar harla fátítt, og mun fátíðara
en eignarfaU nafnorða. Þá er athyglisvert að livorugkyn er langalgengasta kyn
lýsingarorða; alls 41,67% dæma um lýsingarorð eru í hvorugkyni.
Þá sýnir tafla 20 stig lýsingarorða og beygingu og kemur þar fátt á óvart;
sterk beyging er langalgengust svo og frumstig, en miðstig og efsta stig hafa
svipaða tíðni.