Orð og tunga - 01.06.1988, Síða 42
30
Orð og tunga
Karlkyn Kvenkyn Hvorugkyn Alls
Tíðni % Tíðni % Tíðni % Tíðni %
nf 633 55,62 467 47,46 733 48,35 1.833 50,38
þf 200 17,57 256 26,02 311 20,51 767 21,08
þgf 219 19,24 190 19,31 360 23,75 769 21,14
ef 86 7,56 71 7,22 112 7,39 269 7,39
et 717 63,01 689 70,02 1.067 70,38 2.473 67,98
ft 421 36,99 295 29,98 449 29,62 1.165 32,02
Alls 1.138 31,28 984 27,05 1.516 41,67 3.638
Tafla 19: Kyn, tala og fall lýsingarorða
Beyging Frumstig Miðstig Efsta stig Alls
Tíðni % Tíðni % Tíðni % Tíðni %
sterk 2.580 108 2.688 73,89
veik 310 278 135 723 19,87
óbeygjanleg 227 227 6,24
Alls 3.117 85,68 278 7,64 243 6,68 3.638
Tafla 20: Stig og beyging lýsingarorða
Loks sýnir tafla 21 algengustu lýsingarorðin og algengustu orðmyndir lýsing-
arorða. Taflan virðist ekki sýna eins afbrigðilega mynd og samsvarandi tafla um
nafnorðin en engu að síður eru þarna orð og orðmyndir sem afar hæpið er að séu
meðal algengustu lýsingarorða og orðmynda þeirra. Sem dæmi má nefna að dul-
rdinn er tíunda algengasta lýsingarorðið og óskilgetinn er það fjórtánda í röðinni
en þessi orð koma hins vegar aðeins fyrir í einum texta. Lýsingarorðin virðcist því
mótast töluvert af efni textans hverju sinni þótt ekki sé það alveg eins áberandi
og hjá nafnorðunum. Það leikur því ekki vafi á því að með meiri efniviði ætti
að fást eðlilegri mynd af algengustu lýsingarorðunum og orðmyndum þeirra en
tafla 21 sýnir.
6.4 Fornöfn
Þótt fornöfn séu fallorð eins og nafnorð og lýsingarorð og þessir þrír orðflokkar
eigi ýmislegt sameiginlegt hafa fornöfnin þá sérstöðu að þau eru lokaður orð-
flokkur, engin ný orð bætast í þeirra hóp. Nafnorðin og lýsingarorðin eru hins
vegar opnir orðflokkar sem bæta auðveldlega við sig nýjum orðum. Þessi sér-
staða kemur glögglega fram í töflu 22 þar sem sýnd er heildartíðni fornafna (orða,