Orð og tunga - 01.06.1988, Síða 44
32
Orð og tunga
orðmynda, beygingarmynda og lesmálsorða). Þar eru flestar meðaltalstölur tölu-
vert hærri en tölur um nafnorð og lýsingarorð sem sýndar voru hér að framan.
Fornöfnin eru tiltölulega fá, aðeins 38 alls, en þau hafa hins vegar mjög háa
meðaltíðni. Þannig kemur hvert fornafn að meðaltali rúmlega 173 sinnum fyrir.
Einnig sést að hvert fornafn kemur fyrir í rúmlega sex orðmyndum að meðaltali
og rúmlega tólf beygingarmyndum. Þetta eru allt mun hærri meðaltalstölur en
Tíðni Að meðaltali
orðmyndir beygingarmyndir lesmálsorð
Orð 38 6,55 12,03 173,37
Orðmyndir 249 1,84 26,46
Beygingarmyndir 457 14,42
Lesmálsorð 6.588
Tafla 22: Tíðni fornafna
gilda um nafnorð og lýsingarorð og endurspegla vel eðli lokaðs orðflokks; for-
nöfnin eru fá en langflest þeirra eru mjög mikið notuð. Þetta er öfugt við opnu
orðflokkana nafnorð og lýsingarorð þar sem orðin eru mörg en að meðaltali frekar
sjaldgæf.
I töflu 23 kemur fram tíðni nokkurra málfræðiatriða fornafna: tíðni falla,
talna og kynja, auk 1. og 2. persónu, talið í lesmálsorðum. Athyghsvert er
að nefnifall er langalgengasta fallið, 43,21% fornafna eru í nefhifalli. Þá vekur
athygli hversu Htill hluti fornafna er í kvenkyni, eða aðeins 17,21%. Flest eru
fornöfn hins vegar í hvorugkyni.
Karlkyn Kvenkyn Hvorugkyn l-2p Alls
Tíðni % Tíðni % Tíðni % Tíðni % Tíðni %
nf 917 44,51 457 40,30 842 35,22 631 62,91 2.847 43,21
þf 401 19,47 269 23,72 489 20,45 99 9,87 1.258 19,10
þgf 457 22,18 274 24,16 725 30,32 206 20,54 1.662 25,23
ef 285 13,83 134 11,82 335 14,01 67 6,68 821 12,46
et 1.478 71,75 836 73,72 1.960 81,97 650 64,81 4.924 74,74
ft 582 28,25 298 26,28 431 18,03 353 35,19 1.664 25,26
Alls 2.060 31,27 1.134 17,21 2.391 36,29 1.003 15,22 6.588
Tafla 23: Kyn, tala, fall og persóna fornafna
Tafla 24 sýnir tíðni einstakra flokka fornafna og kemur þar fram að persónu-
fornöfnin bera höfuð og herðar yfir aðra flokka og eru 58,91% allra fornafna.