Orð og tunga - 01.06.1988, Side 45
Friðrik Magnússon: Hvað er títt ?
33
Naestalgengustu flokkarnir eru óákveðin fornöfn og ábendingarfornöfn, livor um
sig rúmlega 15% fornafna.
Flokkur Tíðni %
Persónufornöfn 3.881 58,91
Eignarfornöfn 293 4,45
Ábendingarfornöfn 1.000 15,18
Spurnarfornöfn 155 2,35
Oákveðin fornöfn 1.043 15,83
Óákveðin ábendingarfornöfh 215 3,26
Tilvísunarfornafii 1 0,02
Alls 6.588
Tafla 24: Flokkar fornafna
Að lokum sýnir tafla 25 tíðni allra fornafnanna 38 auk algengustu orðmynd-
anna. Rétt er að minna á að orð með sömu tíðni fá sama tíðniraðarnúmer þannig
að þau fimm fornöfn sem hafa tíðnina 1 eru númer 34-38 í röðinni. I töflunni
kemur meðal annars fram að þrjú persónufomöfn eru áberandi algengust, það,
hann og ég, og kemur það ekki á óvart þegar baft er í huga að persónufomöfnin
eru langalgengasti flokkur fornafna samkvæmt töflu 24. Athygli vekur að for-
nafii 2. persónu þú er níunda algengasta fornafiiið þótt það komi aðeins fyrir í
sex textum. Notkun þess er enda háð frásagnaraðferðinni, þ.e. hvort samtöl eru
í textanum, en í slíkum textum er þetta fomafn mjög algengt.
Ef tíðni algengustu fornafnanna er höfð í huga er fátt sem kemur á óvart
varðandi algengustu orðmyndir fornafiia, nema kannski að orðmyndin hann skuli
vera algengari en það, en þessar tvær orðmyndir eru langalgengastar. Munurinn
á tíðni þessara tveggja orðmynda er hins vegar svo lítill að hann er tæpast
marktækur. I þessu sambandi má reyndar benda á að samkvæmt töflu 12 er
orðmyndin hann einnig algengari en það í könnun Eiríks Rögnvaldssonar og
Vilhjálms Sigurjónssonar og í Hreiðrinu, en á hinn bóginn er það algengari hjá
Ársæli Sigurðssyni.
6.5 Laus greinir
Eins og áður hefur komið fram er vafasamt að laus greinir í íslensku hafi það
mikla sérstöðu að hann verðskuldi að vera talinn sérstakur orðflokkur þótt svo
hafi verið gert í þessari könnun. Þess vegna verður ekki brugðið upp neinni
töflu sem sýnir tíðni hans eins og „venjulegra“ orðflokka enda er laus greinir
það sjaldgæft orð að hæpið er að tölur um tíðni falla hans, kynja og talna hafi
mikið gildi. Þó er skylt að geta þess að orðmyndir greinisins reyndust vera
11, beygingarmyndir 22 og lesmálsorð 93. Af föllum greinisins er nefnifallið
algengast (tæplega 42%) og hvorugkyn af kynjum (rúmlega 47%). Algengustu
orðmyndirnar eru hið og hin.