Orð og tunga - 01.06.1988, Síða 47
Friðrik Magnússon: Hvað er títt?
35
6.6 Töluorð
Eins og getið var um í kafla 5.2.7 eru töluorð nokkuð snúin í málfræðigreiningu
og t.d. valt það á táknun þeirra hvort samsett töluorð voru greind sem eitt eða
fleiri lesmálsorð. Þetta verður að hafa í huga þegar tafla 26 er skoðuð en hún
sýnir heildartíðni töluorða (orða, orðmynda, beygingarmynda og lesmálsorða). I
töflunni kemur meðal annars íram að meðaltíðni töluorða er lág eða 3,08 og hafa
töluorðin lægsta meðaltíðni orðflokka ásamt lýsingarorðunum.
Tíðni Að meðaltali
orðmyndir beygingarmyndir lesmálsorð
Orð 355 1,18 1,72 3,08
Orðmyndir 418 1,46 2,62
Beygingarmyndir 612 1,79
Lesmálsorð 1.095
Tafla 26: Tíðni töluorða
Töluorð voru greind í fjóra flokka og skiptast þeir þannig að frumtölur eru
(í lesmálorðum talið) 496 (45,30%), raðtölur 300 (27,40%), ártöl og númer 256
(23,38%) og prósentutölur 43 (3,93%).
Tafla 27 sýnir svo þau málfræðiatriði frum- og raðtalna sem greind voru, þ.e.
kyn, tölu og fall. I töflunni sést að frum- og raðtölur koma flestar fyrir í kvenkyni
(38,69%) og skera þær sig að þessu leyti írá öðrum fallorðum því að kvenkyn-
ið er sjaldgæfast hjá nafnorðum, lýsingarorðum og sérstaklega fornöfnum. Þá
kemur fram að nefnifallið er cdgengasta fall frum- og raðtalna þótt dreifing milli
nefnifalls, þolfalls og þágufalls sé tiltölulega jöfn. Eignarfaflið hefur að vanda
lægsta tíðni. Þegar samspil kynja og fafla er athugað nánar kemur í ljós svipuð
Karlkyn Kvenkyn Hvorugkyn Alls
Tíðni % Tíðni % Tíðni % Tíðni %
nf 105 42,17 69 22,40 73 30,54 247 31,03
þf 71 28,51 114 37,01 48 20,08 233 29,27
þgf 41 16,47 84 27,27 87 36,40 212 26,63
ef 32 12,85 41 13,31 31 12,97 104 13,07
et 106 42,57 186 60,39 110 46,03 402 50,50
ft 143 57,43 122 39,61 129 53,97 394 49,50
Alls 249 31,28 308 38,69 239 30,03 796
Tafla 27: Kyn, tala og fall frum- og raðtalna