Orð og tunga - 01.06.1988, Síða 48
36
Orð og tunga
tilhneiging hjá frum- og raðtölum og hjá nafnorðum (sbr. töflu 14): í karlkyni
er nefnifall algengast, í kvenkyni þolfall en í hvorugkyni þágufall. Þetta stafar
sennilega af því hversu oft frum- og raðtölur standa hliðstæðar með nafnorðum.
Annað gildir hins vegar um lýsingarorðin eins og fram kom í kafla 6.3 (töflu 19);
nefnifall er ríkjandi fall lýsingarorða, í öllum kynjum, og stafar það sennilega
af tíðri notkun lýsingarorða í hlutverki sagnfyllinga. Þá vekur athygli að tíðni
eintölu og fleirtölu er nokkurn veginn jöfn. Ætla mætti að töluorð séu í miklum
meirihluta í fleirtölu, og það er líka rétt hvað frumtölur varðar, þær koma 387
sinnumfyrirí fleirtölu (78,02%) en 109 sinnumí eintölu (21,98%). A móti kemur
hins vegar að nær allar raðtölurnar eru í eintölu eða 293 (97,67%) af 300.
Loks sýnir tafla 28 algengustu töluorðin eins og þau greinast í þessari könnun
en hafa verður í huga þá varnagla sem slegnir voru hér að framan og í kafla 5.2.7
um táknun samsettra töluorða.
Röð Tíðni Textar Orð Röð Tíðni Textar Orð
1 104 11 einn 8 20 6 fjórir
2 69 10 tveir 9 18 5 átta
3 66 9 fyrsti 10 17 4 áttundi
4 40 8 þrír 11 16 1 fimmtándi
5 34 7 annar 12 13 5 Cmmti
6 33 6 þriðji 13 12 5 sjötti
7 21 7 fimm 14 11 5 tuttugu
Tafla 28: Algengustu töluorðin
Þá er lokið umfjöllun um fallorðin en komið að öðrum höfuðflokki, sagn-
orðunum. Ymislegt fróðlegt hefur komið í ljós um tíðni fallorðanna og býsna
athyglisvert að hugleiða hvað er líkt með þeim orðflokkum sem fallbeygjast og
hvað er ólíkt. Þegar hefur verið bent á nokkur slík atriði eins og þann mismun
sem kemur fram á opnum orðflokkum og lokuðum og birtist í því hversu mis-
jafnlega oft orð þessara orðflokka eru notuð að meðaltali. Þannig kemur hvert
nafnorð, lýsingarorð og töluorð tiltölulega sjaldan fyrir að meðaltali (3,08 til 3,41
sinnum) en hvert fornafn hins vegar mjög oft, eða 173,37 sinnum að meðaltali.
Ymislegt annað mætti nefna, t.d. mismunandi tíðni kynjanna þriggja eftir
orðflokkum. Flest dæmi eru um hvorugkyn meðal nafnorða og þó aðallega meðal
lýsingarorða og fornafna, en meðal frum- og raðtalna er það kvenkynið sem er
áberandi algengast en hvorugkynið sjaldgæfast.
Athyglisverðustu niðurstöðurnar um fallorðin eru hins vegar tvímælalaust
varðandi tíðni fallanna. Fyrir fram liefði mátt ætla að nefnifall væri algeng-
asta fall allra fallorða og það á reyndar við um lýsingarorð (50,38%), fornöfn
(43,21%) og töluorð (31,03%). Það sem kemur á óvart er að nefnifallið skuli ekki
vera algengasta fall nafnorða heldur að nefnifall, þolfall og þágufall séu um það
bil jafnalgeng. A hinn bóginn eiga allir fallorðaflokkarnir það sameiginlegt að
eignarfall hefur lægsta tíðni fallanna.