Orð og tunga - 01.06.1988, Blaðsíða 49
Friðrik Magnússon: Hvað er títt?
37
6.7 Sagnir
í töflu 29 er sýnd heildartíðni sagna (orða, orðmynda, beygingarmynda og les-
málsorða). Þar kemur fram að meðaltíðni sagna er 12,13 sem er frekar hátt ef
miðað er við aðra opna orðflokka eins og nafnorð og lýsingarorð.
Tíðni Að meðaltali
orðmyndir beygingarmyndir lesmálsorð
Orð 862 2,73 3,19 12,13
Orðmyndir 2.355 1,17 4,44
Beygingarmyndir 2.747 3,81
Lesmálsorð 10.458
Tafla 29: Tíðni sagna
Þá er komið að málfræðiatriðum sagna. Tafla 30 sýnir tíðni hátta og mynda.
Þar kemur meðal annars fl-am að germynd er miklum mun algengari en mið-
mynd og að um tveir þriðju dæma um sagnir eru í persónuháttum, þriðjungur
í fallháttum. Ef litið er nánar á hætti sagna kemur í ljós að framsöguháttur er
langalgengastur; 57,63% dæma um sagnir eru í ffamsöguhætti.
Germynd Miðmynd Afls
Hættir Tíðni % Tíðni % Tíðni %
Framsöguháttur 5.650 57,48 377 59,94 6.027 57,63
Viðtengingarháttur 840 8,55 36 5,72 876 8,38
Boðháttur 89 0,91 0 89 0,85
Nafnháttur 1.611 16,39 109 17,33 1.720 16,45
Sagnbót 748 7,61 89 14,15 837 8,00
Lýsingarháttur þátíðar 872 8,87 18 2,86 890 8,51
Lýsingarliáttur nútíðar 19 0,19 0 19 0,18
Persónuhættir 6.579 66,93 413 65,66 6.992 66,86
Fallhættir 3.250 33,07 216 34,34 3.466 33,14
Alls 9.829 93,99 629 6,01 10.458
Tafla 30: Háttur og mynd
I töflu 31 sést samspil tíða og hátta sagna í persónuháttum. Þar kemur
fram að nútíð er ívið algengari en þátíð. Að vísu eru örlítið fleiri dæmi um
viðtengingarhátt í þátíð en í nútíð, en munurinn er svo lítill að hann er varla
marktækur. Einnig kemur fram samanburður á persónuháttunum innbyrðis