Orð og tunga - 01.06.1988, Síða 50
38
Orð og tunga
(framsögu-, viðtengingar- og boðhætti) og ber framsöguháttur höfuð og herðar
yfir hina hættina eins og reyndar kom fram í töflu 30.
Framsöguh. Viðtengingarh. Boðháttur Alls
Tíð Tíðni % Tíðni % Tíðni % Tíðni %
Nútíð 3.176 52,70 430 49,09 89 100,00 3.695 52,85
Þátíð 2.851 47,30 446 50,91 0 3.297 47,15
Alls 6.027 86,20 876 12,53 89 1,27 6.992
Tafla 31: Tíð persónuhátta
I framhaldi af töflu 31 er ekki úr vegi að líta nánar á viðtengingarhátt í þátíð.
I töflu 32 er sýnd tíðni algengustu sagna í viðtengingarhætti í þátíð ásamt sam-
anburði við niðurstöður úr könnun þeirra Indriða Gíslasonar og Sigríðar Valgeirs-
dóttur (1979) á viðtengingarhætti í þátíð í dagblöðumfrá árunum 1925 og 1975,
en á þessa könnun var stuttlega minnst í kafla 3.6 hér að framan. I töflunni
Sagnir Könnun OH IG&SV 1925 IG&SV 1975
Röð Tíðni % Röð Tíðni % Röð Tíðni %
vera 1 111 24,89 1 235 30,80 1 1.299 29,87
hafa 2 59 13,23 2 143 18,74 2 998 22,95
verða 3 50 11,21 3 62 8,13 3 443 10,19
geta 4 29 6,50 6 39 5,11 5 243 5,59
eiga 5 23 5,16 4 50 6,55 4 251 5,77
skulu 6 20 4,48 7 27 3,54 11 57 1,31
munu 7 13 2,91 5 42 5,50 6 174 4,00
fá 8 9 2,02 12 7 0,92 13 35 0,80
koma 9 7 1,57 8 21 2,75 8 89 2,05
þurfa 9 7 1,57 11 8 1,05 9 86 1,98
fara 11 5 1,12 10 13 1,70 10 74 1,70
mega 11 5 1,12 9 14 1,83 7 111 2,55
Aðrar 108 24,22 102 13,37 489 11,24
Alls 446 763 4.349
Tafla 32: Viðtengingarháttur í þátíð
eru sýndar 10 algengustu sagnirnar úr könnun OH og báðum hlutum könnunar
þeirra Indriða og Sigríðar, bæði frá 1925 og 1975. Tíðnitölur úr könnun Indriða
og Sigríðar eru fengnar úr 4. töflu (bls. 111-112) og upplýsingar um tíðniröð eru
unnar upp úr þeirri töflu og úr 1. og 3. skrá í viðbæti (bls.116-120). Sögnunum
er raðað eftir tíðni þeirra í könnun OH.