Orð og tunga - 01.06.1988, Side 51
Friðrik Magnússon: Hvað er títt?
39
Könnununum ber allvel saman um það hvaða sagnir séu algengastar í við-
tengingarhætti í þátíð. Aðeins tvær sagnir sem eru meðal 10 algengustu sagna í
viðtengingarhætti í þátíð í könnun OH eru ekki meðal tíu algengustu sagnanna
í könnun Indriða og Sigríðar, sagnirnar fara og mega, en þær eru einmitt þær
sagnir sem næst koma í tíðniröðinni þannig að taíla 32 sýnir í raun tólf algeng-
ustu sagnirnar í könnun OH. Þrjár algengustu sagnirnar í viðtengingarhætti í
þátíð eru þær sömu í báðum könnununum, vera, hafa og verða, sem ætti ekki að
koma á óvart þar sem þær eru einnig algengustu sagnirnar samkvæmt töflu 34.
Það eina sem er í rauninni áberandi ólíkt í niðurstöðum þessara kannana sam-
kvæmt töflu 32 er hversu algengustu sagnirnar eru miklu stærri hluti allra sagna
í viðtengingarhætti í þátíð í könnun Indriða og Sigríðar en í könnun OH. Þannig
eru aðrar sagnir en þær sem sýndar eru á töflunni 24,22% í könnun OH en að-
eins 13,37% í dagblöðum frá 1925 og 11,24% í dagblöðum frá 1975. Hugsanleg
skýring á þessum mun gæti verið misjafnlega mikill efniviður; hugsast gæti að
hlutfall algengustu sagna af heildinni færi vaxandi eftir því sem efniviðurinn er
meiri, eins og virðist mega lesa út úr töflu 32. Þetta gæti skýrt þann mun sem
er á könnun OH og könnuninni á dagblöðunum frá 1975 en efhiviðurinn úr dag-
blöðunum frá 1925 er hins vegar ekki það miklu meiri en í könnun OH að hann
geti skýrt þann mun sem er á tíðnidreifingu sagnanna.
Tafla 33 sýnir svo samspil persónu og tölu í persónuháttunum. Þar kemur
fram að yfirgnæfandi fjöldi dæma um sagnir er í þriðju persónu (88,16%) og fæst
dæmi í annarri persónu. Einnig kemur fram að þrír fjórðu dæmanna eru í eintölu
en fjórðungur í fleirtölu.
Persóna Eintala Fleirtala Alls
Tíðni % Tíðni % Tíðni %
1. 357 6,83 196 11,10 553 7,91
2. 236 4,52 39 2,21 275 3,93
3. 4.634 88,66 1.530 86,69 6.164 88,16
Alls 5.227 74,76 1.765 25,24 6.992
Tafla 33: Persóna og tala
Loks eru algengustu sagnirnar og algengustu orðmyndir sagna sýndar í töflu
34. Þar kemur fram svo ekki verður um villst að vera er langalgengasta sögnin
í íslensku. Hún kemur rúmlega þrisvar sinnum oftar fyrir en sú næsta í röðinni,
hafa, og rúmlega sjö sinnum oftar en þriðja algengasta sögnin verða. Alls eru
dæmi um sögnina vera 2.525 sem er rétt tæpur fjórðungur af lieildarlesmálsorða-
fjölda sagna. Athygli vekur að langflestar algengustu sagnirnar koma fyrir í öllum
eða nærri öllum textunum. Ef litið er á algengustu orðmyndir sagna kemur ekki
á óvart að þrjár algengustu orðmyndirnar, er, var og eru tilheyra allar cdgeng-
ustu sögninni, og raunar tilheyra átta af ellefu algengustu orðmyndunum þessari
sömu sögn.
Ord og tunga 1 4