Orð og tunga - 01.06.1988, Síða 54
42
Orð og tunga
Atviksorð sem stýra: Tíðni %
ÞolfalU 2.347 33,85
ÞágufaHi 3.801 54,82
Eignarfalli 785 11,32
Alls 6.933
Tafla 37: Atviksorð sem stýra falli
í beinu framhaldi af þessum töflum er rétt að líta nánar á fallstjórn at-
viksorða. Hvaða orð eru það sem stýra falli og hvenær stýra þau falli og hvenær
ekki? Hér á eftir koma fjórar töflur um fallstjórn atviksorða sem sýna í fyrsta
lagi þau orð sem geta stýrt þolfalli, í öðru lagi þau sem geta stýrt þágufalli, í
þriðja lagi þau sem geta bæði stýrt þolfalli og þágufalh og í síðasta lagi þau sem
geta stýrt eignarfalli. I þessum töflum kemur fram hvaða falli orðin stýra, hversu
oft þau stýra falli og í dálkunum undir 0 kemur fram hversu oft þau stýra ekki
falli. I þessum fjórum töflum er að finna öll þau orð sem venja hefur verið að
telja til forsetninga og auk þess allar samsetningar með þeim sem síðari lið, en
nokkuð er um það að skrifað er í einu orði það sem á að skrifa í tveimur orðum
samkvæmt opinberum stafsetningarreglum, svo sem uppum, austanúr, uppá, inm
o.fl. Þarna er einnig að finna þau orð sem venja er að telja til atviksorða þótt
þau stýri falli, svo sem fjarri, nálœgt, nærri o.fb, og að síðustu eru þarna orð
sem stundum er talið að geti ekki stýrt falli, svo sem fram, niður, upp, út o.fl.
Atviksorðin í þessum fjórum töflum eru alls 96 talsins eða tæplega fimmtungur
allra atviksorðanna.
1 töflu 38 er að finna þau atviksorð sem geta stýrt þolfalli, alls 14 talsins.
Þar er um langalgengast auk þess sem sex samsett orð hafa um sem síðari lið,
þ.e. framum, gegnum, innum, kringum, uppum og útum.
Orð þf 0 Alls Orð þf 0 Alls
fram í 101 102 um 660 50 710
framum í 1 umfram 3 3
gegnum 7 7 umhverfis 1 1
innum 2 2 upp 5 101 106
kringum 11 1 12 uppum 1 1
niður 4 52 56 út 1 104 105
ofan 1 24 25 útum 1 1
Tafla 38: Atviksorð sem geta stýrt þolfalli
I töflunni er að finna nokkur orð sem stýra sjaldan falli miðað við það hversu
oft þau stýra ekki falli, orðin fram, niður, upp og út, enda er stundum talið að