Orð og tunga - 01.06.1988, Blaðsíða 60
48
Orð og tunga
sem litið er á hvorugkynsorðin eingöngu eða nafnorðin sem heild. Algengasta
beygingarmynd nafnorðsins barn er hins vegar ef ft barna (en þetta er fjórða
algengasta orðmynd nafnorðanna samkvæmt töflu 17) og samtals er eignarfallið
langalgengasta fall þessa nafnorðs, 126 dæmi (52,50%), en þágufallið það sjald-
gæfasta, aðeins 28 dæmi (11,67%). Þótt hér sé um algengasta nafnorðið að ræða
er því ekki hægt að segja að það sé einkennandi fyrir nafnorðin sem heild.
7 Lokaorð
Eins og fram kom í kafla 5.2.2 hér að framan var tekin sú stefna í upphafi þess-
arar könnunar að tilgreina sem ítarlegastar upplýsingar með hverju lesmálsorði
í þeim tilgangi að kanna tíðni ýmissa málfræðiatriða. Þar með er ekki sagt að
upplýsingarnar hafi verið tæmandi, langt frá því. Hér verður í lokin drepið á
nokkur atriði til viðbótar sem ekki voru könnuð í þessari lotu en eru vel þess
virði að aflað væri upplýsinga um tíðni þeirra.
• Orðgerð: tíðni samsettra orða, ósamsettra, viðskeyttra, forskeyttra o.s.frv.
• Tíðni beygingarflokka, t.d. nafnorða og sagna.
• Tíðni minni eininga en heilla orða, þ.e. orðhluta eins og stofna, róta, við-
skeyta, forskeyta og beygingarendinga.
• Tíðni stærri eininga en orða, eins og setningarliða (nafnliða, atviksliða o.fl.),
orðatiltækja og jafnvel heilla setninga (t.d. aðal- og aukasetninga, undir-
flokka aukasetninga).
• Tíðni stafa, rittákna o.fl.
Eflaust er sitthvað fleira sem athyghsvert væri að kanna en þessi hsti verður
látinn nægja að sinni. Ljóst er að þessi atriði eru mjög misjafnlega erfið við-
ureignar; svo dæmi séu nefnd er sáraeinfalt að kanna tíðni stafa og rittákna en
könnun á tíðni atriða eins og beygingarflokka og stærri eininga en orða krefst
töluverðrar undirbúningsvinnu og flókinnar greiningar.
Það er ljóst af þeim niðurstöðum sem birtar voru í 6. kafla hér að framan að
sá efniviður sem hggur að baki þeim er tæpast nógur til þess að hægt sé að draga
af þeim almennar ályktanir um tíðni allra þeirra atriða sem þar voru nefnd, þótt
vissulega gefi þær mikilsverðar vísbendingar í flestum tilvikum. Rúmlega 54.000
lesmálsorð eru heldur ekki mikill efniviður, og alls ekki ef miðað er við þær tvær
erlendu kannanir sem nefndar voru í kafla 3.1, þar sem efniviðurinn var annars
vegar hálf og hins vegar ein milljón lesmálsorða. Gildi niðurstaðnanna verður
þó ekki fylhlega metið fyrr en meiri efhiviður hefur verið tekinn til greiningar og
úrvinnslu.