Orð og tunga - 01.06.1988, Page 67
Guðrún Kvaran: Sérsöfn Orðabókar Háskólans
55
Hallgrímur hélt orðabókarverki sínu áfram en bjó það aldrei til útgáfu. Páll
Pálsson stúdent skrifaði upp seðla Hallgríms og er uppskrift hans í þremur
bókum, Lbs. 283-285 4to. I þeirri uppskrift er ekki notast við Lbs. 220 8vo.
Fleiri orðasaöfn eru til úr fórum Hallgríms Schevings (Lbs. 3074to, J.S. 4314to,
J.S. 286 8vo) og hefur verið skrifað upp úr þeim það sem nýtilegt var Orðabók-
inni.
Lbs. 723 8vo er skrifað á 18. og 19. öld. Það er alls 135 blaðsíður og er aftast
í því orðasafn nær eingöngu úr grasafræði og náttúrufræði.
I.B. 77 fol. er skrifað um 1630 og er 336 blaðsíður. Þetta handrit gengur
gjarnan undir nafninu Nomenclator, en aftast í því stendur titill bókarinnar sem
sennilega er þýtt eftir: Nomenclator omnium rerum propria nomina contineus.
Auctore Hadriano Junio Medico. Aftast í handritinu eru málshættir á íslensku
og latínu.
Handritin Lbs. 95 8vo, 366 8vo og I.B. 338 4to hafa að geyma orð úr tal-
máli. Hið fyrsta er skrifað á árunum 1790-1795 af Steingrími biskupi Jónssyni
og er frásögn af vísitatíuferðum með Hannesi biskupi Finnssyni 1790-1792 og
1794-1795. I handritinu er orðasafn, Idiotismi Vestfiordensium, með orðum úr
vestfirsku talmáli. Lbs. 366 8vo er skrifað á öndverðri 19. öld. I því er ýmis
samtíningur, en á 42. blaði hefst samtalsþáttur sem ber titihnn: Eitt samtal er
sinir Manna n0fn Ein og önnur ord og Talshætti sem fyrir falla i tali Almúga-
fólks sier deilis i Skaptafels sýslu. I.B. 338 8vo er skrifað um 1867 af séra Jóni
Ingjaldssyni. Það skiptist í tvennt og eru í fyrri hluta athugasemdir við orðabók
Eiríks Jónssonar en í síðari hlutanum Ord og ordtök fátid eda ótíd Sunnanlanz,
en altid hér nyrdra og sum líka vestra eda austanlanz.
Þetta safn er mjög gagnlegt öllum þeim sem fást við orðfræðirannsóknir, þótt
eldri dæmi séu til um mikinn hluta þeirra orða sem varðveitt eru á seðlunum.
Innan um er oft að finna einu eða elstu dæmi Orðabókarinnar um orð og orða-
sambönd eða dæmi um merkingar sem ekki eru heimildir um í öðrum söfnum.
4 Vasabækur Björns M. Ólsens
Annar áhugamaður um orðasöfnun var Björn M. Ólsen prófessor og fyrsti rektor
Háskóla íslands. Hann ferðaðist um landið og safnaði orðum úr talmáli alllöngu
á undan Þórbergi Þórðarsyni. Hann skrifaði athuganir sínar niður í litlar vasa-
bækur sem varðveittar eru hjá Orðabók Háskólans. Alls eru vasabækur Björns
fjörutíu að tölu og er efni þeirra ekki tengt orðasöfnun eingöngu. I þeim má
finna alls kyns minnispunkta svo sem innkaupalista, hugdettur um íslensk fræði
og uppskriftir af legsteinum svo að eitthvað sé nefnt. En víða eru langir listar
með orðum úr mæltu máli sem Björn safnaði á ferðum sínum. Hafði liann fengið
styrk úr Carlsberg-sjóði til söfnunarinnar og hélt honum í allmörg ár. Talið er
að Björn hafi einkum fengist við söfnunina á árunum 1884-1893.
Lítið er um dagsetningar í vasabókunum en þó má sjá að Björn var á ferð
um Suðurland í júlí 1885, um Vestur-Skaftafellssýslu í júlí 1890 og um Vestfirði
í ágúst 1892. Einnig sést að hann ferðaðist um Snæfellsnes og Barðaströnd,
Vestfirði, Skagafjörð og Eyjafjörð, en ekki sést nákvæmlega á hvaða árum það
Orð og tunga 1 5