Orð og tunga - 01.06.1988, Blaðsíða 69
Guðrún Kvaran: Sérsöfn Orðabókar Háskólans
57
og heilsubrestur komu í veg fyrir að hann gæti unnið úr söfnum sínum. Um
það leyti er hann tók við prófessorsstöðu við Háskóla Islands 1911 falaðist Sigfús
Blöndal eftir samvinnu við Björn um orðabókargerð og bauð Birni um leið að
gerast meðhöfundur £ið þeirri bók sem Sigfús hafði þá unnið að um tíma.
Björn kom til Hafnar og leit á safn Sigfúsar. Sá hann að það var þegar
allmikið að vöxtum og lét hann því Sigfúsi eftir vasabækur sínar til frjálsra
afnota og hafnaði því að vera skráður meðhöfundur. Sigfús helgaði síðar Birni
orðabók sína.
Sigfús notaði safn Björns M. Ólsens Eið verulegum hluta og af samanburði
virðist mega ráða að allt sem máh skiptir hafi komist inn í orðabókina. í vasa-
bókunum má þó oft fá nákvæmari heimildir en í Blöndalsbók, einkum um það
hvaðan Björn hafði dæmi sín. Til dæmis merkir Blöndal Vf. (Vestfirðir) við
dæmi sem Björn hafði úr Arnarfirði og Þing. (Þingeyjarsýslur) við dæmi sem
Björn hafði af Langanesi. Það getur stundum skipt þann máli sem fæst við at-
huganir á mállýskuorðum að fá sem allra nákvæmastar heimildir um útbreiðslu
orða og orðasambanda og er þá ráð að fletta í vasabókunum.
5 Seðlasafn Þórbergs Þórðarsonar
Þórbergur Þórðarson rithöfundur fékkst á yngri árum talsvert við söfnun orða úr
mæltu máli. Segist hann sjálfur hafa byrjað söfnun sína vegna áhuga á íslenskri
tungu og af fróðleikslöngun þegar hann var í kaupavinnu vestur í Dýrafirði árið
1916 ([Þórbergur Þórðarson] 1924:116-127). Strax næsta sumar átti hann tals-
vert safn orða og sótti að áeggjan Guðmundar landlæknis Björnssonar um styrk
til Alþingis til orðasöfnunar. Styrkinn fékk hann, 600 krónur, og hélt honum
með nokkrum hækkunum til ársins 1924 að hann var felldur niður af fjárlögum.
Þórbergur skrifaði grein í Tímann 12. og 19. júní 1922 og gerir þar grein
fyrir þeim Eiðferðum sem hann beitti við söfnunina. Lagði hann mikla áherslu
á að komast í kynni við menn víðs vegar að af landinu, sem bjuggu í Reykja-
vík, og safna hjá þeim orðum og orðasamböndum. Af vísi að spjaldskrá um
heimildarmenn má sjá að meðal þessara manna voru Guðmundur Hagalín rit-
höfundur, Hallbjörn Halldórsson prentari og kona hans Kristín Guðmundsdóttir,
Helgi Hjörvar, Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi, Jakob Jóh. Smári og Freysteinn
Gunnarsson. Þetta taldi hann þó engan veginn nóg heldur væri nauðsynlegt
að ferðast um sveitir og orðtaka kerfisbundið í hverri sýslu „hinar ýmsu greinar
líkamlegs og andlegs lífs“ (Tíminn 1922). Getur hann þess að fyrirrennarar sínir
við söfiiun úr talmáli hafi aðeins skrifað niður það sem þeir heyrðu hjá fólki. ekki
spurt rækilega um einstök starfssvið eða aðferðir. Nefnir hann Björn M. Ólsen,
Þorvald Thoroddsen, Grím Jónsson, Guðmund Björnsson landlækni og Björn
Bjarnason frá Viðfirði.
Þórbergi varð fljótt ljóst að það yrði einum manni ofviða Eið safna úr mæltu
máli öllum þeim orðum sem skrá þyrfti um land allt. Hann ákvað því að útvega
sjálfboðaliða og skrifa leiðbeiningar um söfnun orða og árið 1922 gaf hann út lítið
kver er nefnist Leiðarvísir um orðasöfnuru Hann gerði einnig skrá yfir hreppa og
kaupstaði og sendi þeim mönnum bréf og Leiðarvísinn sem hann taldi að hefðu