Orð og tunga - 01.06.1988, Page 73
Guðnin Kvaran: Sérsöfn Orðabókar Háskólans
61
úr bókinni Æfintýri og sögur, fyrra bindi, eftir H.C. Andersen sem Steingrímur
Thorsteinson þýddi og út kom árið 1904. Dæmið úr bókinni er skráð á seðilinn:
„allar greinarnar voru slepjugar armakræklur með fingur" (bls. 19). Ef flett er
upp orðinu armtök í orðabókinni stendur þar að það sé sama og ‘faðmlög’. Á
seðlinum stendur aftur á móti: „h.u.b. = faðmlög: vinhlýr ástarmaður sem ég
naut við hennar hlýju armtök. Bréf úr Héraði 1915.“
Þetta eru aðeins fáein dæmi til þess að sýna að oft getur reynst vel að fletta
upp í Blöndalssafhi ef fengist er við orðfræðirannsóknir. Blöndal þurfti að stytta
mál sitt til þess að bókin yrði ekki of stór en heimildarnar eru vísar. Um sjálft
orðabókarstarf Blöndals og samverkamanna hans er réttast að vísa til formála
hans framan við bókina.
7 Safn séra Jóhannesar L. L. Jóhannssonar
Fyrir nokkrum árum barst Orðabók Háskólans að gjöf seðlasafh séra Jóhannesar
L. L. Jóhannssonar til sögulegrar orðabókar sem hann ásamt fleirum vann að
snemma á öldinni. Gefendur voru börn séra Jóhannesar, Guðný og Yngvi, en
safnið hafði legið lengi í geymslu í Landsbókasafin. Seðlarnir eru varðveittir í 20
kössum og má lauslega áætla að þeir séu um 40.000.
Safn Jóhannesar hefur fyrst og fremst sögulegt gildi fyrir Orðabókina, en það
hefur að geyma efni til fyrstu sögulegu orðabókarinnar hérlendis. Mestur hluti
seðlasafnsins er fenginn úr ritum, sem þegar hafa verið orðtekin fyrir Orðabók
Háskólans, en þó eru innan um rit, sem enn hafa ekki verið lesin, og einnig seðlar
úr talmáli. Ekki hefur unnist tími til þess að kanna rækilega safn Jóhannesar.
Tildrög söfmmarinnar voru þau að Birni Bjaxnasyni frá Viðfirði var falið að
vinna að „vísindalegri orðabók íslenzkrar tungu“ sem Alþingi hafði samþykkt
árið 1917. Fékk hann til liðs við sig þá Jóhannes L. L. Jóhannsson og Þórberg
Þórðarson. Björn átti við vanheilsu að stríða og féll frá í árslok 1918. Af þeim
gögnum sem varðveitt eru er ekki unnt að sjá hversu mikið verk Björn hafði
unnið þegar hann lést.
Orðasöfnuninni var haldið áfram eftir fráfall Björns og var Jóhannesi falin
umsjón verksins. Fé var veitt til hennar á fjárlögum samtals í tíu ár eða fram
til 1928 að styrkurinn var felldur niður. I bréfi frá Dóms- og kirkjumáladeild
Stjórnarráðsins dagsettu 25. febrúar 1919 var Jakob Smári, sonur Jóhannesar,
ráðinn til verksins fyrir 2.400 króna árslaun. Hann skyldi ásamt föður sínum
semja
rökstuddar tillögur um alla tilhögun hinnar fyrirhuguðu orðabókar,
með prentuðu sýnishorni þeim til skýringar, ennfremur greinargerð
þess, hvernig vinnunni við samning orðabókarinnar skuli haga, og
loks nokkra áætlun um það, hve mikla starfskrafta þurfi til að ljúka
verkinu á tilteknum tíma.
Bréfið undirritar Jón Magnússon.