Orð og tunga - 01.06.1988, Page 75
Guðrún Kvaran: Sérsöfn Orðabókar Háskólans
63
orðabókar. Orðasöfnun mín hefur sjálfstætt gildi bæði fyrir íslenzka
málfræði, menningarsögu, sögu, mannfræði og notkun daglegs máls
í ræðu og riti. Hitt er annað mál, að fullkomna íslenzka orðabók er
ekki unt að semja án rækilegrar söfnunar úr alþýðumáli ([Þórbergur
Þórðarson] 1924:119).
Eins og fram kemur hjá Þórbergi var fremur lítill skilningur á orðabókarverk-
inu. Jóhannes reyndi ötullega að fá til þess meira fé, bæði með bréfum til
Alþingis og greinum í blöðum. I bæklingi, sem hann gaf út árið 1927 og nefnist
Orðabókarmál íslendinga, telur hann aðeins einn þingmann vinna gegn verkinu,
Jónas frá Hriflu, og setur fram hugmyndir sínar um sjálfstæða orðabókarstofnun
með forstöðumanni og tveimur aðstoðarmönnum ásamt áætlun um kostnað við
slíka stofnun til næstu 15 ára.
Ur þessu varð þó ekkert því að ári seinna féll alveg niður sá litli styrkur
sem orðabókarverkið hafði fram til þessa fengið. I grein í Verði, sem gefin var
út sérprentuð 1928 og neihdist Fréttir af orðabókarmálinu, harmar Jóhannes
þessi endalok, sem hann telur af stjórnmálalegum toga og runnin undan rifjum
kennslumálaráðherra, en virðist þó ekki hafa misst alla von um að úr rættist.
Svo varð þó ekki og lagðist öll vinna við orðabókarverkið niður.
8 Önnur smærri söfn
Ymis smærri söfn eru til í fórum Orðabókar Háskólans. Eitt þeirra er uppskrift
Árna Kristjánssonar á orðum úr málfræði Jóns Magnússonar (1662-1738) bróður
Árna Magnússonar.
Jón er talinn hafa skrifað málfræði sína á árunum 1734 til 1738. Hvatinn
til slíks verks var fundur þeirra nafna Jóns Magnússonar og Jóns Ólafssonar
frá Grunnavík sumarið 1733. Þeir töluðu mikið saman um íslenska málfræði og
skrifuðust á um málið, og varð það til þess að Jón Magnússon skrifaði íslenska
málfræði og sendi nafna sínum í tveimur hlutum 1737 og 1738.
Málfræðin var ekki gefin út fyrr en Finnur Jónsson tók það að sér árið 1933 og
kom hún út í Kaupmannahöfn undir heitinu Den islandske grammatiks historie
til omkring 1800. Titillinn er allvillandi því að Jóns Magnússonar er þar hvergi
getið.
Málfræði Jóns er á margan hátt gölluð enda varla við öðru að búast þar
sem hann hafði við lítið að styðjast. En Jón safnaði miklum fjölda dæma, sem
hann taldi upp í beygingarfræðinni, og gefa þessi dæmi bók hans ekki síst gildi.
Mörg þeirra munu staðbundin og þá einkum vestfirsk, en safnið allt er mikilvæg
heimild um orðaforða á fyrri hluta 18. aldar.
I útgáfu Finns var ekki tekinn saman orðalisti þannig að dæmasafn Jóns er
óaðgengilegt til rannsókna. Uppskrift Árna Kristjánssonar er því mjög gagnleg
þeim sem kanna vilja sögu orðaforðans og íslenskrar beygingafræði.
Árni Kristjánsson skrifaði einnig upp orð sem Gunnlaugur Oddsson (1786-
1835) prestur og orðabókarhöfundur skrifaði inn í eintak sitt af orðabók Björns
Halldórssonar, Lexicon Islandico Latino-Danicum, sem gefin var út 1814. Eintak