Orð og tunga - 01.06.1988, Síða 79
Gunnlaugur Ingólfsson: Söfnun Orðabókar Háskólans úr masltu máli
67
um íslenskt mál árum og áratugum saman og gerði sér m.a. far um að safna
orðum úr mæltu máli samtímans, þar á meðal orðafari úr ýmsum landshlutum,
og gerði athugasemdir um málfar og framburð. (Jón Helg£ison 1926:117).
Séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal samdi mikla orðabók (Björn Halldórs-
son 1814) sem kom reyndar ekki út fyrr en að honum látnum. Sr. Björn beindi
athygli sinni mjög að mæltu máli samtímans, þar með talið ýmsum nýjungum í
máli og sér þess víða stað í verki hans.
Frá 19. öld eru til stór söfn úr mæltu máli og má þar fyrst nefna að dr. Hall-
grímur Scheving, kennari á Bessastöðum og síðar við Lærða skólann í Reykjavík,
safnaði orðum úr síðari tíma máli, bæði úr prentuðum bókum og úr mæltu máli
samtíðar sinnar. Uppskrift af safni hans, Orða-Safn úr nýara og daglega málinu,
er varðveitt í Lbs. 283-285, gerð af Páli Pálssyni stúdent. Seinna á öldinni ferðað-
ist dr. Björn M. Ólsen um landið og safnaði orðum úr mæltu máli. Dr. Björn fékk
styrk (úr Carlsberg-sjóði) til þessa stcirfs og var ætlun hans að semja orðabók
um nútímamálið. En önnur vísindastörf, embættisskyldur og síðcin hnignandi
heilsa ollu því cið hann náði ekki að nýta söfn sín til samningar slíks verks en
afhenti þau Sigfúsi Blöndal til frjálsra og fullra nota við orðabók þá sem Sigfús
hafði byrjað á 1903 og leiddi til lykta árið 1924. (Sigfús Blöndal 1924:viii).
Á árunum upp úr fyrri heimsstyrjöld safnaði Þórbergur Þórðarson orðum
úr mæltu máli og hlaut til þess nokkurn styrk frá Alþingi um hríð. Orðasafn
Þórbergs er nú í eigu Landsbókasafns en er varðveitt í húsakynnum Orðabókar
Háskólans.1
Hér er síst oftalið það sem unnið hefur verið á þessu sviði en dæmin ættu
að nægja til að sýna að söfnun orða úr mæltu máli á sér nokkra hefð í rannsókn
íslensks orðaforða og orðabókargerð. Þó að sumt af þessu sé nánast dæmatíningur
í forvitnis skyni, annað frumraunir sem ekki hefur orðið framhald á, er starfið
meira en í fljótu bragði kynni að virðast. Varpar grein Guðrúnar Kvaran í þessu
riti fyllra ljósi á þennan þátt í íslenskri orðabókargerð.
4 Söfnun á vegum Orðabókar Háskólans
Ekki verður nú séð að Orðabók Háskólans hafi í öndverðu tekið það á stefhu-
eða verkefnaskrá sína að sinna söfnun orða úr mæltu máli. Þessa þáttar í
orðabókarstarfinu er ekki getið í fyrstu reglugerð um stofriunina frá árinu 1966.
Það er ekki fyrr en í síðari reglugerðum, þar sem rætt er um Orðabókina sem
„vísindalega orðfræðistofnun“ og gert ráð fyrir skiptingu stofnunarinnar í deildir
þ.m.t. talmálsdeild, að þetta viðfangsefni fellur formlega undir starfsemi hennar.
Það hefur því í öndverðu verið fyrir frumkvæði starfsmanna sjálfra að hafist var
handa um söfnun orða úr mæltu máli alþýðu manna.
1 Guðrún Kvaran fjallar nánar um söfn Schevings, Ólsens og Þórbergs í grein sinni um
sérsöfn í fórum Orðabókarinnar hér í þessu riti.