Orð og tunga - 01.06.1988, Síða 80
68
Orð og tunga
4.1 Utvarpsþátturmn Islenskt mál
Árið 1955 var Jón Aðalsteinn Jónsson ráðinn að Orðabók Háskólans. Hann hafði
frá því á námsárum sínum fengist við mállýskurannsóknir og m.a. kannað út-
breiðslu skaftfellskra mállýskuorða með samanburði við orðabók Blöndals. Hann
bafði og kynnt sér slíka starfsemi í Svíþjóð, og veturinn 1952-53 hafði hann á
hendi þáttinn íslenskt mál í Ríkisútvarpinu. Skömmu eftir að Jón Aðalsteinn
kom til starfa við Orðabókina, var þess farið á leit við starfsmenn hennar að þeir
tækju að sér þennan útvarpsþátt. Hafði hann þá verið á dagskrá útvarpsins um
margra ára skeið og í höndum ýmissa manna. Þátturinn var í upphafi hugsaður
sem fræðsluþáttur um íslenskt mál og jafnframt til leiðbeiningar og ábendinga
um notkun málsins í ræðu og riti. Orðabókarmenn héldu þessari stefnu áfram,
einkum í upphafi, en smám saman þróaðist hann í þá átt að verða orðasöfnun-
arþáttur, einkum eftir að útvarpið tók á dagskrá sína þáttinn Daglegt mál sem
hugsaður er sem leiðbeininga- og kennsluþáttur um rétt mál og vandað málfar.
En þó að þátturinn íslenskt mál hafi með tímanum tekið þessa stefnu, hefur
fræðsluhlutverkið ekki verið vanrækt því að flytjendur hafa oftlega fjallað um
hin ýmsu álitamál um rétt og rangt mál, vandað og miður vandað og svarað
ýmsum spurningum hlustenda um uppruna og feril orða í íslensku máli, svo og
um tökuorð o.fl.
Þátturinn Islenskt mál átti þegar í upphafi stóran hlustendahóp og má full-
yrða að hann hafi ekki minnkað eftir að þátturinn komst í umsjá orðabókar-
manna. Þeir áttu ýmislegt í fórum sínum sem höfðaði til margra víðs vegar um
landið, einkum orð og talshætti sem ekki voru á allra vörum heldur bundin við
tiltekin svæði, sveitir, héruð, sýslur og landshluta. I þáttunum var frá upphafi
spurst fyrir um slíkt efni, því safnað saman eftir því sem viðbrögð hlustenda
gáfu tilefni til og síðan reynt að gera frekari grein fyrir því. Þessi aðferð virðist
hafa gefið góða raun því að ekki hefur staðið á svörum hlustenda og margir verið
ótrúlega iðnir við að svara fyrirspurnum og miðla af fróðleik sínum og sumir
hafa haldið tryggð við þáttinn og verið heimildarmenn Orðabókarinnar allt frá
því að þátturinn lenti í höndum orðabókarmanna.2 En heimildarmenn hafa ekki
eingöngu svarað spurningum flytjenda. Þeir hafa einnig spurst fyrir um orð og
talshætti og ýmis sérkenni í máli og stundum beint flytjendum þannig inn á ný
og ókönnuð svið.
Þegar þátturinn fór að taka á sig þessa mynd sem nú var getið, tók smám
saman að berast efni eftir öðrum leiðum, t.d. úr fjölskyldu, vina- og kunningja-
hópi flutningsmanna. Ennfremur bárust þeim óumbeðið orðalistar, minni háttar
orðasöfn og dagbækur úr fórum einstaklinga víða að af landinu. Allt þetta efni
var vandlega yfirfarið af starfsmönnum Orðabókarinnar og bættist þannig enn
við efni sem fáar eða engar aðrar heimildir voru þá um. Sumt af þessu hefur svo
verið gert að umtalsefni í þáttunum og frekar um það spurt, oft með góðum ár-
angri, og hefur þá sem oftar komið í ljós að það sem í fyrstu virtist einangrað og
torkennilegt — og jafnvel grunsamlegt — hefur reynst lifa góðu lífi á afmörkuðum
svæðum.
2Nokkrir af eldri heimildarmönnum Orðabókar Háskólans voru í upphafi heimildarmenn
Þórbergs, sbr. grein Guðrúnar Kvaran hér í ritinu.