Orð og tunga - 01.06.1988, Page 100
88
Orð og tunga
6.2 Ópersónulegur stíll í íslensku
I íslensku er hefð fyrir því að nota ópersónulegt orðalag eða ávarpa lesendur í
2. pers. flt. í leiðbeiningum og skyldum textum. Þetta má heita algilt í textum
sem ekki eru höfundargreindir, svo sem á eyðublöðum alls konar frá opinberum
aðilum og í kennsluefni og leiðbeiningum þar sem höfundar þurfa ekki eða vilja
ekki ota fram eigin persónu. Dæmin er alls staðar að finna:
(1) Dráttarvextir reiknast frá hverjum gjalddaga, ef eigi hefur verið greitt á
eindaga. Dráttarvextir eru þeir sömu og hjá innlánsstofnunum. (Skýringar
við Launaskattsseðil 1988.)
(2) Brjótið tvöfaldan fald á efri og neðri brún, fyrst 1/2 cm og síðan aftur 1/2
cm og stingið. Víxlsaumið efri brún blúndu. (Nýtt af nálinni 4 1988:28.)
(3) Ef um umfangsmikla ritgerð er að ræða er ráðlegt að gera sérstaka skrá
yfir rit sem könnuð hafa verið og ekki koma að gagni. Slík skrá kemur í
veg fyrir hugsanlegan tvíverknað enda er minni manna mistrútt. (Ásgeir
S. Björnsson og Indriði Gíslason 1978:15.)
Þessi dæmi þurfa varla frekari skýringa við. Lesendur sjá auðvitað strax að
hæpið er í fyrsta dæminu að nota persónulegt ávarp: ‘ ... ef þér hafið eigi greitt
... / ... ef þú/ef þið ... ’. Helst væri hægt að nota fyrsta kostinn, þérunina, hinir
eru ótækir. Dæmi (2) fellur vel inn í þá hefð sem matar- og hannyrðauppskriftir
fylgja. I dæmi (3) er notuð sama aðferð og í dæmi (1). Þar er um almennar
ráðleggingar að ræða og í slíkum texta virðast ópersónulegt orðalag oft besta
lausnin. I þessu tilviki þyrfti að umsemja textann frá grunni ef nota ætti 2.
pers. flt.
Nafnlaus texti eins og sá sem hér á í hlut má í rauninni ekki hafa nein sérstök
höfundareinkenni. Slík einkenni eru stílbrot.6
Til höfundareinkenna eru hér talin alls kyns sérkenni í orðavali, notkun orða-
leikja o.s.frv. Þannig er ekkert athugavert við það að Jörgen Pind (1986:17)
tali sem bókarhöfundur um að „beina sjónum stýrikerfisins að ... diskadrifi“, en
slíkt líkingamál yrði hiklaust þurrkað út úr óhöfundargreindri þýðingu Orðabók-
arinnar á tölvuforriti eða bók.
Á síðustu árum hefur það orðið æ algengara að notuð sé 2. pers. et. í ávarpi.
Þetta á ekki einungis við í auglýsingum og áróðursefni af ýmsu tagi, heldur
er það orðið nokkuð algengt í tölvuforritum og leiðbeiningum með þeim, bæði
þýddum og frumsömdum. Sem dæmi má nefna handbókina með hinu útbreidda
ritvinnslukerfi WordPerfect (Orðsnilld). Þar er ávarpshætti frumtextans fylgt,
ef til vill til að notendur geti lesið enska textann í gegn, en að því getur verið
hagræði ef menn vilja nota erlendar bækur um forritið eða hafa lengi þurft að
nota það á ensku. Margir fella sig illa við þennan ávarpshátt og finnst hann
óíslenskur, sbr. kvartanir yfir aukinni notkun 2. pers. et. í íslensku í tilvikum
6Nida og Taber (1969:122) vara þýðendur við að tala niður til lesandans. Á íslendinga
(suma hverja að minnsta kosti) getur mjög kumpánlegur og ágengur texti hreinlega orkað
móðgandi, eins og verið sé að tala niður til lesandans.