Orð og tunga - 01.06.1988, Blaðsíða 117
Jón Aðalsteinn Jónsson
Alexander Jóhannesson
og Orðabók Háskólans
1 Um efni greinarinnar
I þessari grein mun ég rekja æviferil og störf Alexanders Jóhannessonar prófess-
ors, sem á sínum tíma var forvígismaður þess, að samin yrði söguleg íslensk
orðabók og síðar fyrsti formaður þeirrar nefndar, sem kom Orðabók Háskólans á
laggirnar. Fyrst er greint frá ætt hans og uppvexti og fjallað um námsferil hans
heima og erlendis. Því næst eru sögð deili á ritverkum Alexanders í tengslum við
fræði- og kennslustörf hans við Háskóla Islands. Að því búnu er lýst upphafi og
framvindu þeirrar umræðu, sem leiddi til ákvörðunar um samningu vísindalegrar
og sögulegrar íslenskrar orðabókar. Sérstaklega er greint frá aðild Alexanders að
umræðunni, hugmyndum hans og rökum. Þátttakendur í þessari umræðu voru
auk Alexanders einkum þeir sr. Jóhannes L. L. Jóhannsson og Finnur Jónsson
prófessor, auk Björns Bjarnasonar frá Viðfirði, meðan hans naut við. Skoðanir
voru allskiptar, en segja má, að hugmyndir Alexanders hafi að mestu ráðið,
þegar orðabókarstarfið hófst og verksvið þess var ákveðið. Loks er skýrt frá að-
draganda þess, að Háskóli Islands kom á fót nefnd og síðan stofnun til þess að
undirbúa og semja íslenska orðabók, samþykktum háskólaráðs um þetta efni og
fyrstu starfsmönnum Orðabókar Háskólans.
Rækilegasta heimild um ævi og störf prófessors Alexanders er ævisaga hans
eftir Halldór Halldórsson prófessor, sem birtist í Andvara árið 1969. I þessari
grein er víða við hana stuðst og til hennar vitnað.
2 Inngangur
Engum vafa er það undirorpið, að Alexander Jóhannesson var aðalhvatamaður
þess, að liafist var lianda um söfnun til vísindalegrar og sögulegrar íslenskrar
orðabókar á fyrri liluta þessarar aldar. I framhaldi af því varð hann svo sá
maðurinn, sem mestan þátt átti í myndun sérstakrar háskólastofnunar í þessu
skyni, en hún komst á fastan fót árið 1947 og nefndist Orðabók Háskóla íslands.
Smám saman hefur sú venja skapast að nefna hana einungis Orðabók Háskólans.
Arið 1988 eru eitt liundrað ár liðin frá fæðingu Alexanders Jóhannessonar.
A þeim tímamótum fer vel á því, að stjórn og starfslið Orðabókarinnar minnist
s'8
105