Orð og tunga - 01.06.1988, Side 118
106
Orð og tunga
hans sem frumkvöðuls þess orðabókarverks, sem nú hefur verið unnið við um
rúm fjörutíu ár.
Þegar ég settist í heimspekideild Háskóla Islands haustið 1942, varð Alex-
ander Jóhannesson kennari minn í íslenskri málfræði. Auðfundið var, að hann
var áhugasamur við kennslustörfin og að mér virtist vel lærður í grein sinni.
Hins vegar var ljóst, að kennsla um nokkra áratugi hafði sett það mark á starf
Alexanders, að hann taldi þá hluti sjálfsagða, sem nýliðum voru aftur á móti lítt
eða jafnvel með öllu ókunnir. Af því leiddi, að okkur fannst á stundum erfitt að
fylgjast með í tímum og kennslan ekki alltaf nægjanlega vel skipulögð og oftast
meira stíluð fyrir þá, sem lengra voru komnir inn í völundarhús málfræðinnar,
en „nýliðana“, sem stóðu í gættinni. Mér varð þetta a.m.k. erfitt í fyrstu, enda
hafði ég áður haft kennara, sem beittu öðrum aðferðum við íslensku- og mál-
fræðikennslu. Sömu reynslu höfðu líka margir aðrir. Um það farast Halldóri
Halldórssyni (1969:31) m.a. svo orð í ævisögu þeirri, sem ég gat um hér framar:
Sem kennari var Alexander áhugasamur, vekjandi og lifandi. Sumum
nemenda hans — á mínum námsárum—þótti hann gera ráð fyrir of
mikilli þekkingu nemenda, er þeir hófu nám, en vitanlega eru nem-
endur misjafnlega undir nám búnir, þótt þeir liafi tekið sama próf.
Eg minnist þess t.d., að hann lét nýinnritaða stúdenta gera ritgerð
um málfræðileg efni fyrsta árið, sem ég var í Háskólanum. Þetta var
erfitt fyrir menn nýsloppna úr menntaskóla, en liitt er víst, að margir
okkar lærðu mikið á þessu.
Og Halldór bætir þessu við um kennslu Alexanders, og undir það tek ég
einnig með honum:
Og víst er það, að stúdentar á þeim árum urðu að búa sig vel undir,
ef þeir áttu að fylgjast með. Þetta tel ég raunar kost. Einn höfuð-
kostur við kennslu Alexanders var sá, að hann leit aldrei á íslenzka
tungu sem einangrað fyrirbæri, heldur sem einn þátt germanskra
mála. Þetta víkkaði sjón stúdentanna.“ (1969:31-32)
3 Uppvöxtur og námsferill
Alexander Jóhannesson var fæddur á Gili í Sauðárhreppi í Skagafirði 15. júlí
1888. Voru foreldrar hans Jóhannes Ólafsson sýslumaður í Skagafjarðarsýslu
(1855-1897) og Margrét Guðmundsdóttir (1855-1918). Jóhannes var sonur sr.
Ölafs E. Johnsens, prófasts á Stað á Reykjanesi, sem var nafnkunnur maður á
sinni tíð. Margrét var dóttir sr. Guðmundar E. Johnsens í Arnarbæli, bróður
sr. Ólafs á Stað. Þau hjón voru þannig bræðrabörn. Áttu þau saman sex börn,
og var Alexander í miðið.
Er Jóliannes sýslumaður féll frá 1897, fluttist frú Margrét til Reykjavíkur
með börn sín, og þar lést hún árið 1918. Ber heimildum saman um, að hún hafi
verið mikilhæf kona og vel látin af öllum, sem lienni kynntust.
Af framansögðu er ljóst, að Alexander var í báðar ættir kominn af atgervis-
og dugnaðarfólki, enda kom það vel fram í öllum störfum hans á lífsleiðinni.