Orð og tunga - 01.06.1988, Page 122
110
Orð og tunga
veginn orðið fullkomið, enda hlaut það gagnrýni margra fræðimanna. Skiptu
ritdómar um orðsifjabókina nokkrum tugum, og sýnir það, að bókin vakti mikla
athygli. Eru menn sammálaum, „aðþetta verk hans sé stórvirki, sem fræðimenn
verða óhjákvæmilega að leita til“, eins og Halldór Halldórsson (1969:22) kemst
að orði.
Á þeim tíma, sem Alexander vinnur við orðsifjabók sína og indógermansk-
ar rætur, tekur hann að hugleiða, hver sé uppruni mannlegs máls og hvernig
maðurinn haG lært að tala. Ritaði hann mikið um þetta efni á íslensku og ensku,
og er ljóst, að honum var þessi mikla ráðgáta mjög hugleikin. Kom rit hans Um
frumtungu Indógermana og frumheimkynni út árið 1943 sem fylgirit við Árbók
Háskóla Islands 1940-41. Næst kom svo út sem fylgirit Árbókar Háskólans 1953
rit hans Some Remarks on the Origin of the n-Sound. Síðasta rit hans um þetta
efni á ensku kom svo út sem fylgirit með Árbók Háskólans 1957-58 og nefndist
How did Homo Sapiens Express the Idea of Flatl Að endingu sendi hann frá sér
yfirlitsrit um þetta efni á íslensku árið 1960, sem heitir Uppruni mannlegs máls.
Vissulega má margt fleira segja um kennslu- og fræðistörf Alexanders, en því
verður sleppt hér, enda er komið að þeim þætti í ævi hans, sem nátengdur er
Orðabók Háskólans. I hugum þeirra, sem við þá stofnun starfa, hlýtur sá þáttur
að skipa stærstan sess.
5 Hugmyndir og skoðanaskipti um sögulega
íslenska orðabók
Um það leyti, sem Alexander Jóhannesson var Eið koma til starfa hér á landi og
gerast kennari í fræðigrein sinni við hinn unga háskóla okkar, var Sigfús Blöndal
bókavörður ásamt samverkamönnum sínum að ljúka við orðabók sína. Hafði sú
mikla orðabók verið í samningu frá árinu 1903. Um þetta leyti var Island svo að
öðlast sjálfstæði sitt eftir margra alda yfirráð Dana.
I rökréttu framhaldi af orðabókarverki Sigfúsar Blöndals tóku menn að hreyfa
því, að nauðsynlegt væri að hefja samningu íslensk-íslenskrar orðabókar. Hafði
málinu raunar verið hrint af stað, því að Alþingi hafði samþykkt 3.000 kr. fjár-
veitingu á fjárlögum fyrir hvort ár 1918 og 1919. Dr. Björn Bjarnason frá Við-
firði skyldi annast það starf, en þeir Þórbergur Þórðarson rithöfundur og sr. Jó-
hannes L. L. Jóhannsson vera honum til aðstoðar. Því miður lést dr. Björn í
hinni mannskæðu spönsku veiki haustið 1918, svo að þetta orðabókarverk féll að
mestu niður eftir það.
Alexander Jóhannesson lét þetta orðabókarverk þegar til sín taka, enda þótt
síðan liði rúmur aldarfjórðungur, þar til það komst loks á laggirnar. Gætti mjög
víðsýni hjá honum, þegar hann kvaddi sér hljóðs um þetta mál með grein, sem
liann nefndi „Orðabókin“ og birtist í Isafold 18. jan. 1919.
Tilefni greinarinnar var það, að Björn Bjarnason frá Viðfirði var nýfallinn
frá og því allt í óvissu um framhald þeirrar orðabókar, sem hann var ráðinn til
að ritstýra.Alexander minnist í upphafi á orðabók þá, sem Jón Ólafsson ritstjóri