Orð og tunga - 01.06.1988, Síða 124
112
Orð og tunga
orðabókina, eins og hann kemst að orði í grein sinni. Honum var auðvitað vel
ljóst, að þetta verk væri hvorki á færi eins manns né örfárra, ef því ætti að skila
sæmilega áfram. Hann velti því fyrir sér, hvernig m.a. mætti leysa það mál, og
bendir á eftirfarandi leið í því sambandi:
Ennfremur mætti vel athuga, að hve miklu leyti hægt væri að njóta
stuðnings ýmsra góðra manna víðsvegar um landið, er eflaust væru
fúsir til að veita aðstoð sína, orðtaka bækur, safna sveitamáli o.fl.
Svo mörg voru þau orð Alexanders fyrir nær 70 árum, og þegar litið er til
starfs Orðabókar Háskólans, má segja, að þessari ábendingu Alexanders hafi
verið fylgt með góðum árangri. Loks stingur Alexander upp á því, að styrkur
til Orðabókarinnar verði hækkaður á næsta þingi. Eins áleit hann æskilegt,
að kennslumálastjórn landsins undirbyggi þetta mál fyrir næsta þing og Jeitaði
álits nokkurra manna innan og utan háskólans, er semdu álitsgerð og kæmu fram
með tillögur um, hversu undirbúningi og útgáfu orðabókarinnar skuli hagað og
hversu starfið yrði hagkvæmast leyst af hendi“. Nefndi hann hér sérstaklega
til Geir Zoega rektor og orðabókarhöfund, sem gæti eflaust „gefið notadrjúgar
bendingar“.
Þessi grein Alexanders Jóhannessonar varð svo tilefiii annarra greina um
orðabókarmálið og jafnvel ritdeilna. Er rétt að staldra þar nokkuð við, enda
varpa greinarnar nokkru ljósi yfir viðhorf fræðimanna til málsins á þessum tíma,
þegar farið var alvarlega að hugsa til samningar íslensk-íslenskrax orðabókar.
Séra Jóhannes L. L. Jóhannsson, sem vera átti annar aðstoðarmaður Björns
Bjarnasonar frá Viðfirði við samningu íslenskrar orðabókar, ritaði þegar 22. janú-
ar 1919 grein í Lögréttu, þar sem hann andmælti ýmsu því, sem Alexander hélt
fram í grein sinni. Hann tekur raunar fram í upphafi, að Alexander riti af hlýju
um orðabókina, en samt sér hann sig knúinn til að gera nokkrar athugasemdir.
Hann viðurkennir, að það muni rétt, „að fæstum sé ljóst, hversu mikið stórræði
er verið að leggja út í með vísindalegri orðabók, er menningu vorri verði til sóma
og gagns“. Þá telur sr. Jóhannes fráleitt annað en það veiti af „allt að 25 árum til
orðtöku rita og ýmislegs annars undirstöðu undirbúnings eins sér“. Þegar hann
lítur svo til annarra orðabókarverka, fær hann ekki betur séð en orðabókarverkið
geti tekið allt að 40 til 50 ár.
Sr. Jóhannes segir, að það muni varla rétt hjá Alexander Jóhannessyni, að
varhugavert sé að orðtaka íslensk rit, áður en aðalgrundvöllurinn sé lagður. I
beinu framhaldi af því spyr hann svo, „á hverju skyldi frernur eiga að byrja en
upphafinu, sem þarna er orðtakan?“ Hér bætir hann svo þessu við: „Það er
í þessu verki einmitt fyrsta undirlagsverkið, að orðtaka sem flest rit, og þeirri
starfsaðferð er jafnan fylgt við samningu orðabóka.“ Sr. Jóhannes getur þess, að
Björn heitinn frá Viðfirði hafi sagt við sig á liðnu sumri, „að ekkert lægi á að
gefa út nákvæma stefnuskrá með sýnishorni, en orðtökuna þyrfti að meta sem
mest fyrst í stað, enda væri þar mikið verk fyrir hendi“.
Þeir veltu því fyrir sér, hvort hin væntanlega orðabók ætti fremur að vera
almenn eða vísindaleg orðabók, enda yrði að haga allri tilhögun eða vinnu við
hana í samræmi við það. Hér farast sr. Jóhannesi svo orð: „Annars fannst okkur
Birni heitnum skilningur manna, og það jafnvel margra málfróðra, á öllu þessu