Orð og tunga - 01.06.1988, Síða 125
Jón Aðalsteinn Jónsson: Alexander Jóhannesson og Orðabók Háskólans 113
verki vera mjög ófullkominn.“ Þá dregur hann mjög í efa, að nokkuð geti verið í
þessum efnum að græða á handbókarhöfundum, „þótt einhver góður kennari hafi
samið útlenda skóla-orðabók handa Islendingum, að mestu eftir fyrirliggjandi
orðabókum í því máli“, eins og hann orðar það.
Þá rekur sr. Jóhannes í grein sinni þá átta liði, sem Björn Bjarnason rakti í
áliti sínu til Alþingis árið 1917 og hann taldi, að taka ætti tillit til við samningu
vísindalegrar orðabókar um íslenska tungu að fornu og nýju. Þax sem þetta
varpar skýru ljósi á þær hugmyndir, sem forverar okkar í orðabókargerð gerðu
sér í þessum efhum, rek ég hér þessa liði samkv. grein sr. Jóhannesar. Þeir voru
þessir:
1) Nútíðarframburður orðanna, 2) formbreytingar þeirra (í hljóði,
beygingu og kynferði), 3) aldur þeirra, þ.e. hvenær þau hverfa, eða
hvort þau lifa enn í dag, 4) verksvið þeirra og heimilisfang, 5) þýðing
þeirra í sögulegri röð (tilgreina ef unnt er, hvenær þýðingar breyt-
ingar hafi orðið og af hvaða orsökum [sálarfræðil. menningarl.], 6)
sifjasamböndorðanna, 7) afstaða þeirra í setningum, 8) ætterni þeirra
er af útlendum toga eru spunnin (hvenær og hverja leið þau hafa
komið inn í málið og með hvaða menningarstraumum).
Þetta var sá grundvöllur, sem Björn frá Viðfirði vildi reisa orðabókina á.
Sr. Jóhannes bætti svo tveimur liðum við, sem voru þessir:
9) fornaldarframburður orðanna (c. 950-1250) eftir því sem næst
verður farið ásamt miðaldaframburðinum (c. 1250-1550), 10) upp-
runi innlendu orðanna, þ.e. skyldleiki þeirra við sömu orð í indóger-
mönsku málunum.
Ekki mun Birni hafa litist alls kostar á þessar viðbætur sr. Jóhannesar.
Þá tekur sr. Jóhannes fram í grein sinni, að Björn Bjarnason hafi talið, að
fyrirmyndir orðabókarinnar ættu skýlaust að verða vísindcilegar orðabækur hjá
frændum okkar á Norðurlöndum, einkum þó Norðmönnum.
Loks telur sr. Jóhannes óþarft að setja þessa vísindalegu orðabók í samband
við hina stóru og alþýðlegu orðabók, sem Jón heitinn Ólafsson hafi ætlað að
semja. Hún hefði orðið allt annað verk og verið reist á öðrum grundvelli, enda
þótt styrkur sá, sem Jón hafði til þessa verks „yrði undirrót þess, að farið var
að launa mönnum til að semja þá bók er hér um ræðir“.
Sr. Jóhannes tekur svo undir það með Alexander Jóhannessyni, að þarflegt
sé að fá styrk manna úti um land við orðabókarverkið og þá þurfi að hækka orða-
bókarstyrkinn, ef vel eigi að vera. Rökstyður hann það með því, að starfsmenn
þurfi bæði að kaupa sér dýrar bækur og geta borgað ýmsa aukahjálp, er fá verði
frá mönnum, sem kunnáttu hafi í ýmsum sérfræðum og sériðnum, sem almenn
málakunnátta nái illa til. Eins væri gott að fjölga mönnum, svo sem Alexander
lagði til. Grein sína endar hann svo með þessum ummælum um orðabókarverkið:
„Yfirleitt verða menn að muna það, að liér er um þjóðlegt menningarmálefni að
ræða. Það er sjálfgefið metnaðarmál íslensku þjóðarinnar og íslenska ríkisins.“
Alexander Jóhannesson lét ekki standa á að svara sr. Jóhannesi. Birtist
svar hans í Isafold 1. febrúar. Hann getur þess í byrjun, að hann hafi með fyrri