Orð og tunga - 01.06.1988, Blaðsíða 126
114
Orð og tunga
grein sinni ætlað að sýna fram á, að kröfum þeim, er gera verði til vísindalegrar
orðabókar, verði ekki fullnægt á fyrirsjáanlegum tíma með þeim fjárstyrk og
þeim mannafla, sem fyrirhugaður sé, ef orðabókin eigi að ná yfir alla íslenska
tungu frá fornöld og til vorra daga. Þess vegna stakk hann upp á, að verksvið
orðabókarinnar yrði afmarkað og orðabókin einungis látin ná yfir nýja málið,
„t.d. byrjað á fyrstu prentuðum bókum á íslensku“.
Þessu næst víkur Alexander að ýmsum atriðum í grein sr. Jóhannesar. Þar
sem margt af því, sem hann segir, varpar skýru ljósi á hugmyndir hans um
íslenska orðabók, verður sumt af því rakið nánar hér á eftir.
Alexander segist af ásettu ráði hafa vitnað í orðabækur Þjóðverja og Englend-
inga, þar sem hann líti svo á, „að fyrirmynd vísindalegrar, íslenzkrar orðabókar
getum við helst sótt þangað“. Þá álítur hann, að hin danska orðabók Dahlerups
geti helst orðið fyrirmynd að íslenskri orðabók, og þess vegna nefndi hann hana
eina. Þó gæti Svenska Akademiens ordbok, sem byrjað var að gefa út 1893, orðið
einhver fyrirmynd. Hins vegar hyggur hann, að sr. Jóhannes hafi ekki séð hana,
enda muni hún tæplega til á Islandi. Hann segir svo, að norskar orðabækur full-
nægi ekki kröfum okkar „og síst kröfum síra Jóhannesar“, þar sem í þær vanti
flesta þá Hði, sem hann nefndi í Lögréttugreininni.
Um sjálfan grundvöll orðabókarverksins segir Alexander þetta: „Grundvöll-
urinn verður að vera traustur, nákvæm áætlun gerð um verkefni, verkaskifting
o.s.frv. til þess að komist verði hjá óþarfa fyrirhöfn.“
Um þann lið, sem sr. Jóhannes liafði sjálfur bætt við tillögur Björns frá
Viðfirði og fjallaði um framburð, segir Alexander þetta:
Of vísindalegur er andmælandi minn, er hann fer fram á að í orðabók-
inni sé fornaldarframburður orðanna ásamt miðaldaframburðinum.
Enginn íslendingur er sá til, er geti sagt um framburð tungunnar á
þessum tímum; málið er nær alt órannsakað og því kemur ekki annað
til mála en að sleppa þessum lið.
Af því, sem fram kemur í grein sr. Jóhannesar, er ljóst, að hér hafa farið saman
skoðanir Alexanders og Björns frá Viðfirði. Þetta kom og fram hjá fleirum, áður
en þessum skoðanaskiptumlauk í blöðum þessa tíma. Hins vegar áleit Alexander
pppástungu sr. Jóhannesar um uppruna innlendu orðanna, þ.e. skyldleika við
önnur indógermönsk mál, góða, og höfðar það einmitt til þess, sem Alexander
gerði sjálfur í þeim efnum síðar á ævinni.
Eins og kom fram í upphafi greinar Alexanders, benti hann á, að orðabókin
yrði ekki búin á fyrirsjáanlegum tíma, ef hún ætti að ná yfir íslensku bæði að
fornu og nýju. Hann segir beinlínis, að það yrði einungis tvíverknaður „að taka
upp alla Fritzners orðabók og skáldamálsorðabókina (Lexicon poeticum) í þá
nýju, enda er ekki hægt að segja, að knýjandi þörf reki til þess“. Hann segir
líka, að verksvið hinnar nýju orðabókar sé svo stórt, að tæplega sé við að búast,
„að við getum leyst meira af hendi fyrst um sinn“. Engu að síður muni orðabókin
„kosta landið mörg hundruð þúsund krónur um það er henni lýkur“.
Framangreind ummæli Alexanders Jóhannessonar lýsa mikilli framsýni, því
að stefna sú, er sr. Jóhannes boðaði, hefði bæði dregið orðabókarverkið óþarflega
á langinn og vitaskuld liaft aukinn kostnað í för með sér.