Orð og tunga - 01.06.1988, Síða 127
Jón Aðalsteinn Jónsson: Alexander Jóhannesson og Orðabók Háskólans 115
Þá lagði sr. Jóhannes mikla áherslu á, að útlendingum yrði komið í skilning
um það, að íslendingar tali fornfræga tungu, lítt breytta í aldanna rás. Þess
vegna sé mikilvægt að hafa eina orðabók yfir íslenska tungu frá upphafi byggðar
í landinu. Alexander sagðist ekki meta þessi rök mikils. Benti hann á, að allir
„málfræðingar úti í löndum og aðrir þeir, er nokkur kynni hafa af Islandi, vita,
að tunga vor hefir lítið breyst fi-á því í fornöld og má oss litlu máli skifta, hvað
ófróðir menn hyggja í því efni“. Og hann klykkir hér út með þessum orðum:
Orðabókina á að semja fyrst og fremst fyrir íslendinga og þjóðar-
metnaður íslendinga þeirra, er vilja miða alt við álit útlendinga á
okkur, hverjir sem þeir kunna að vera, getur orðið þjóðinni of dýr-
keyptur. Sannur þjóðarmetnaður er í því fólginn að vita, hvar vér
stöndum og hvað má verða okkar þjóð að mestu gagni á ókomnum
tímum án tilhts til annara.
Margt annað áhugavert kemur fram í grein Alexanders, þótt hér verði ekki
rakið nánar en gert hefur verið. Hann endar hana hins vegar með eftirfarandi
tillögu:
Hægasta leiðin út úr þessu orðabókarmáli virðist því sú, að skipuð
verði nefnd manna, er ákveði alt, er að orðabókinni lýtur, ráði starfs-
menn og hafi stöðugt eftirlit með vinnunni; sé hún nokkurskonar
yfirritnefnd og sitji allan tímann uns orðabókin er öll komin út.
Hér er mælt fyrir líku fyrirkomulagi og síðar komst á við orðabókarstarfið
undir forsæti Alexanders.
Þessi blaðaskrif leiddu til þess, að annar fræðimaður kvaddi sér hljóðs um
orðabókarmálið. Var það Finnur Jónsson, prófessor í Kaupmannahöfn. Urðu við
það allsnörp skoðanaskipti milli hans og sr. Jóhannesar. Finnur tók að mestu
undir skoðanir og túlkun Alexanders Jóhannessonar. Þar sem Alexander bland-
aði sér engan veginn inn í ritdeilu þessara manna, er e.t.v. ástæðulaust að rekja
hana nákvæmlega hér, þótt fróðleg sé hún um margt. Samt er ástæða til að
víkja að nokkrum atriðum, sem vel mega geymast í þessari grein um Alexander
Jóhannesson.
Finnur Jónsson leggur mikla áherslu á það í grein í Ló'grétiu 2. apríl 1919,
að ekki verði færst svo mikið í fang við samningu orðabókarinnar, að henni verði
ekki lokið „fyr en eftir hálfa öld, eða svo“. Þá segir hann, að honum komi það
svo fyrir sjónir, að þessi orðabók „eigi að vera nokkurn veginn fullkomin“. Síðan
bætir liann þessu við: „fullkomnar orðabækur eru ekki til og verða aldrei til“.
Hann bendir svo á, að ekki þurfi hálfa öld til, ef skynsamlega sé að staðið við
samningu bókarinnar.
Þá er fengur í eftirfarandi ummælum Finns um afstöðu dr. Björns frá Viðfirði
til orðabókarmálsins. Finnur segir, að efni
þessarar orðabókar ætti ekki að vera annað en það, sem mjer skildist
á dr. Birni heitnum Bjarnasyni, — bæði af brjefum og viðtali,— að
hann ætlaðist til, þ.e. orðabókin skyldi vera áframhald af orðabók
Fritzners.