Orð og tunga - 01.06.1988, Side 131
Jón Aðalsteinn Jónsson: Alexander Jóhannesson og Orðabók Háskólans 119
sem var í öllu atvinnulífi landsmanna og þá um leið í andlegu lífi þjóðarinnar. Því
var engin von til, að liáskólayfirvöld, jafnvel með slíkan bjartsýnismann í broddi
fylkingar og Alexander var, gætu hrundið í framkvæmd samningu íslenskrar
orðabókar við þessar aðstæður. Þau áttu fullt í fangi með að reisa háskólabús
og aðrar byggingar í tengslum við Háskóla Islands.
Svo kom síðari heimsstyrjöldin. Enda þótt styrjaldir séu engum fagnaðarefni,
varð raunin sú, að við hernám íslands árið 1940 og ekki síst komu Bandaríkja-
manna árið eftir varð í einu vetfangi gerbreyting á högum þorra landsmanna,
og vasar margra fylltust beint eða óbeint af stríðsgróða, sem svo var nefndur.
Um leið hafði þetta mjög jákvæð áhrif á ríkissjóð og afkomu hans. Af sjálfu sér
leiddi svo, að við það myndaðist fjárstraumur, sem beina mátti m.a. til margs
konar menntalinda, ef eftir var leitað. Þetta hefur Alexander örugglega skilið
flestum mönnum betur og kunnað að notfæra sér í þágu Háskólans og þeirra
verkefha, sem á honum hvíldu. Svo vildi líka til, að hann var einmitt rektor
Háskólans í annað sinn á þessum árum (1939-1942). Hér hefur hann þess vegna
eygt einhverja von til að hleypa sínu gamla hugðarefni, orðabók íslenskrar tungu,
af stokkunum. Ekki stóð hann samt einn í að hrinda orðabókarmálinu af stað,
enda má öruggt telja, að allir kennarar heimspekideildar og raunar aðrir há-
skólakennarar hafi verið sama sinnis. Eg veit sjálfur, að þeir Sigurður Nordal
prófessor og Björn Guðfinnsson lektor og síðar prófessor komu hér mjög við sögu
ásamt Alexander, enda er þeirra getið sérstaklega í sambandi við eina bókun í
fundargerð háskólaráðs.
Ekki verður samt fundinn stafur fyrir þessu máli í fundargerðum háskólaráðs
í annarri rektorstíð Alexanders. Það er ekki fyrr en á fundi ráðsins 11. maí 1943,
að fjallað er um máhð. í fundargerð segir svo:
Forseti heimspekisdeildar skýrði frá því, að á fundi deildarinnar
3. þ.m. hefði verið samþykkt áskorun til háskólaráðs að láta hefja
undirbúning sögulegrar orðabókar íslenzkrar tungu eftir siðaskipti,
og veita til þess á 2 næstu misserum 25000 kr. af ágóða Tjarnarbíós.
Málið var nokkuð rætt, og voru prófessorarnir Alexander Jóhannes-
son og Sigurður Nordal kosnir til þess að undirbúa málið betur undir
næsta liáskólaráðsfund.
Þremur vikum síðar eða 2. júní var næsti fundur ráðsins, og þar sést í fundar-
gerð, að Alexander kom á þann fund og tók þátt í umræðum um íslenska orðabók.
Vafalaust hafa þeir Alexander og Sigurður þá verið búnir að ræða málið vand-
lega sín á milli og eins a.m.k. við Björn Guðfinnsson, sem var lektor í íslenskri
málfræði. Engum getum þarf að því að leiða, að Alexander hefur fylgt málinu
vel eftir, þótt ekki verði efast um jákvæðan hug háskólaráðsmanna, enda fór líka
svo, að eftirfarandi ályktun var samþykkt með öllum atkvæðum:
Fundurinn ályktar að veita úr Sáttmálasjóði allt að 25000 kr. fyrir
árið 1. okt. 1943 til jafnlengdar 1944 til þess að láta gera rannsókn
um meginreglur fyrir vinnu að sögulegri orðabók íslenzkrar tungu um
tímabilið frá 1540 til vorra daga, ef hæfur maður, sem háskólaráð
samþykkir, er fáanlegur til starfsins.
Orð og tunga 1 9