Orð og tunga - 01.06.1988, Blaðsíða 132

Orð og tunga - 01.06.1988, Blaðsíða 132
120 Orð og tunga Sumarið og haustið var svo notað til þess að skyggnast eftir „hæfum manni“, svo sem kveðið var á um í fyrrgreindri ályktun. Urðu kennarar heimspekideildar sammála um að mæla með Magnúsi Kjartanssyni, en hann var þá við nám í nor- rænu við Hafnarháskóla. Hygg ég, að þeir Sigurður Nordal og Björn Guðfinnsson hafi átt drýgstan þátt í þeirri ákvörðun. Á fundi háskólaráðs 26. nóv. 1943 var gerð svofelld bókun: „Háskólaráð samþykkir að ráða Magnús Kjartansson stud. mag. til þess að búa sig undir orðabókarstarfsemi í Svíþjóð ... “ Jafnframt skyldi hann fá laun af fé því, sem veitt var til orðabókarinnar, meðan hann dveldist í Svíþjóð. Atvikin höguðu því hins vegar svo, að Magnús kom aldrei til starfa við Orðabók Háskólans. Um þetta leyti var síðari heimsstyrjöldin í algleymingi og nánast ekkert samband milli Islands og Norðurlanda. Magnús sat þess vegna fastur ytra og hefur vafalítið ekki getað haft nema mjög takmarkað samband við þá menn, sem fjölluðu um orðabókarmálið hér heima. Sjálfsagt hefur Alexander og þeim öðrum, sem beittu sér fyrir orðabókarmál- inu, þótt slæmt að geta ekki hafið störf við væntanlega orðabók fyrr en að loknu stríði, ekki síst þar sem fjárveiting var fengin til starfsins. Á fundi í háskólaráði 29. sept. 1944 var samþykkt „að verja megi í vetur allt að 8000 kr. af fé því, sem veitt var úr Sáttmálasjóði 1943 ... til undirbúnings íslenzkri orðabók, til þess að greiða cand. mag. Árna Kristjánssyni fyrir vinnu við að orðtaka rit eftir fyrirmælum kennaranna í íslenzkum fræðum“. Við Árni vorum samkennarar við Kvennaskólann í Reykjavík á þessum árum, og mér er kunnugt um það, að hann hóf orðtöku rita þegar þennan vetur í samvinnu við kennara heimspekideildar. Á fundi háskólaráðs 19. okt. 1945 var svo gerð samþykkt, þar sem þeim tilmælum var beint „til heimspekisdeildar, að hún geri sem fyrst tillögur um yfir- stjórn og starfstilhögun við söfnun til íslenzkrar orðabókar“. Ljóst er af þessari samþykkt, að nú var orðabók yfir íslenskt mál frá 1540 að komast á fastan fót með sérstakri stjórn, sem átti að leggja á ráðin um alla framkvæmd og fylgjast með verkinu. Samt leið tæpt ár, þar til slík yfirstjórn var skipuð. Á fundi í háskólaráði 24. sept. 1946 voru samkv. tillögum heimspekideildar „prófessorarnir Alexander Jóhannesson, Einar Ól. Sveinsson og Þorkell Jóhannesson kosnir í nefnd til þess að hafa yfirstjórn á orðabókarstarfinu. Kosningin er til 3 ára“. Með skipun sérstakrar yfirstjórnar, má segja, að kjölurinn hafi verið lagður að þeirri orðabókarsmíð, sem síðan hefur óslitið verið unnið að. Eins og sést af nefndarskipaninni voru hér kjörnir fulltrúar þeirra greina, sem mynduðu þá kennslugrein, sem kölluð var íslensk fræði, en sú grein tók til málfræði, íslenskra bókmennta og íslenskrar sögu. Ekki var óeðlilegt, að fulltrúi málfræðinnar, Alex- ander Jóhannesson, yrði formaður nefndarinnar, enda auk þess aðalhvatamaður orðabókarmálsins. Hófst hann þegar handa um að fá styrk af fjárlögum til orða- bókarverksins. Sést það á því, að á fundi háskólaráðs 9. des. 1946 lá fyrir erindi, sem fjárveitinganefnd Alþingis sendi ráðinu, en í því er farið fram á, „að veitt sé á fjárlögum fé til íslenzkrar orðabókar“. „Óskar nefndin álits háskólaráðs á mál- inu,“ eins og í fundargerð segir. Þar kemur og fram, að háskólarektor lagði fram uppkast að svari nefndarinnar, sem var samþykkt. Ekki verður af fundargerð séð, hvert efni þess var, en vafalaust liefur liáskólaráð mælt með fjárveitingu til orðabókarinnar. Með skipun orðabókarnefndar, má segja, að orðabókarmálið væri komið í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.