Orð og tunga - 01.06.1988, Page 136
124
Orð og tunga
það safn sem jafhan gengur undir nafninu Ritmálssafnið og liefur að geyma
dæmi um orðanotkun úr rituðum (einkum prentuðum) heimildum alt frá miðri
16. öld til síðustu ára. Safnið hefur orðið til við þá tegund orðtöku sem nefna má
lestrarorðtöku og felst í því að rit eru lesin í heild frá orði til orðs og merkt við
athyglisverð dæmi um orðnotkun að mati orðtökumanna. Hvert dæmi er síðan
skráð á orðtökuseðil, orðmyndin sem um er að ræða færð til uppflettimyndar og
heimild tilgreind. Loks er orðtökuseðlinum komið fyrir á sínum stað í stafrófsröð
seðlasafnsins.
Samkvæmt lauslegri talningu má gera ráð fyrir að safnast hafi u.þ.b. 2.1
millj. dæma í Ritmálssafii Orðabókarinnar frá því orðtaka hófst seint á fimmta
áratugnum. Og sé litið til orðafjöldans leiðir Ritmálsskrá Orðabókarinnar, yfir-
litsskrá um orðaforða Ritmálssafnsins sem unnið hefur verið að undanfarin ár og
nú er nýlokið við, í ljós að alls er um að ræða liðlega 608.000 orð í safninu.
Önnur söfii Orðabókarinnar, sem hér verða til hægðarauka nefnd sérsöfnin,
eru öll mun minni að vöxtum en Ritmálssafnið. Þeim sérsöfnum sem hér koma
við sögu má til hægðarauka skipta í þrennt:
1. Stærst er Talmálssafnið svokallaða sem hefur að geyma umsagnir nafn-
greindra heimildarmanna um orð og orðanotkun í mæltu máli sem mestan
part hafa borist Orðabókinni síðustu þrjá áratugina. Engin yfirlitsskrá
hefur verið samin um safnið enn sem komið er, en áætla má að um sé að
ræða nálægt 190.000 orðaseðla.1
2. Seðlasafn unnið upp úr eiginhandarriti Jóns Ólafssonar frá Grunnavík að
íslenskri orðabók með latneskum skýringum sem hann fékkst við að semja
um og eftir miðbik 18. aldar. Orðaseðlarnir munu vera nálægt 50.000
talsins.2
3. Seðlasafn unnið upp úr nokkrum orðcLsöfnum í handritum frá 17., 18. og
19. öld. I safninu eru alls u.þ.b. 40.000 orðaseðlar.3
Frá árinu 1983 hefur staðið yfir athugun og úrvinnsla á þeim efniviði til
orðabókar sem safiiast hefur í söfn Orðabókarinnar. I upphafi var um að ræða
almenna athugun, en fljótlega þótti sýnt að vænlegast væri að takmarka úr-
vinnsluna við afinarkaðan hluta orðaforðans og stefna jafnframt að því að gera
þeim hluta rækileg skil. Fljótlega eftir að tölvunotkun hófst á Orðabókinni var
ákveðið að hagnýta tölvutæknina við verkið.
Einn fyrsti áfanginn var sá að samið var handrit að orðabókartexta stuttrar
stafrófsrunu þar sem söfn Orðabókarinnar voru höfð að efniviði, í þeim tilgangi
m.a. að bera föng Orðabókarinnar saman við það efni sem fram kemur í Orða-
bók Sigfúsar Blöndals (Jón Hilmar Jónsson og Guðrún Kvaran 1983). Orða-
bókartextinn tók til orðarunu einnar opnu í Orðabók Blöndals, nánar tiltekið
1 í grein Gunnlaugs Ingólfssonar í þessu riti eru sögð frekari deili á Talmálssafninu og tilurð
þess.
2Í grein Guðrúnar Kvaran í þessu riti eru sögð frekari deili á safninu.
3Í grein Guðrúnar Kvaran í þessu riti er nánar greint frá þessu safni og einstökum handritum
sem þar koma við sögu.