Orð og tunga - 01.06.1988, Page 137
Jón Hilmar Jónsson: Sagnorðagreining Orðabókar Eáskólans
125
rununnar roskinn-rúm. Sú ritstjórnarvinna sem lögð var í þetta sýnishorn leiddi
ýmislegt í ljós um einkenni safnanna og gaf mikilsverðar vísbendingax um hvernig
standa bæri að efnisúrvinnslu og ritstjórn, m.a. með gerð orðabókar fyrir augum.
Svo sem vænta mátti hafði efniviður í söfnum Orðabókarinnar mikla jrGrburði
yfir hhðstætt stafrófsbil í Orðabók Blöndals, bæði með tilliti til orðafjölda sem
reyndist rösklega fimm sinnum meiri og eins með tilliti til fjölbreytileika notk-
unardæma þegar á heildina er litið. Hins vegar kom skýrt fram að margs konar
vandkvæði væru á því að hefjast handa við ritstjórn stórrar sögulegrar orðabókar
með hefðbundnum hætti, þar sem stafrófsröðin er látin ráða ferðinni og öll efnis-
tök þurfa að vera mótuð þegar í upphafi. í fyrsta lagi vaj augljóst Eið slíkt verk
myndi taka feikilega langan tíma (sýnilega meira en eina öld, nema stóraukinn
mannafli kæmi til). I öðru lagi yrði erfitt að ná samræmdum tökum á einstökum
orðflokkum þegar frá upphafi nema þeir væru með einhverjum hætti teknir fyrir
hver fyrir sig. I þriðja lagi vax ljóst að enn er dæmasafni einstakra orða ábótavant
og sérstakra ráðstafana þörf til að ráða bót á því áður en ráðist er í fullnaðarlýs-
ingu orðanna. I fjórða lagi var litið svo á að óheppilegt hlyti að vera að miða alla
úrvinnslu og ritstjórnarvinnu við textagerð einnar tiltekinnaj orðabókar, þegar
litið er til allrar þeirrar fjölbreytni sem fram kemur í notkunardæmunum. Eðh-
legt væri að fyrsta úrvinnsla efnisins beindist að því, öðrum þræði a.m.k., að
greiða almennt fyrir flokkun og vah einkennisþátta og dæma við orðabókargerð
og um leið fyrir margs konar upplýsingaheimt óháð eiginlegum orðabókarnotum.
Slík úrvinnsla er sérstaklega brýn að því er varðar dæmarík orð þar sem mikil
fjölbreytni kemur fram í notkun og gildi notkunardæmanna er af ýmsu tagi. En
einnig er rétt að hafa í huga hversu mikilla fanga er að leita í söfnum Orðabók-
arinnar af ýmsu tilefni, hvort sem athyghn beinist að orðfræðilegum atriðum af
einhverju tagi (svo sem beygingu, setningargerð og merkingarþróun) eða orðin
eru notuð til aðgangs að menningarsögulegum athugunajefnum (hér má nefna
athuganir á þjóðháttum og verkmenningu). Með þessi sjónarmið í huga var á-
kveðið að ráðast í afmarkað ritstjórnarverkefni sem annars vegar markaði áfanga
að orðabókarverki sem tæki til orðaforðans í heild og hins vegar miðaði að því
að skila alhhða úrvinnslu á efniviði Orðabókarinnar með hin margvíslegustu not
í huga.
2.1 Afmörkun og markmið
Þegar velja skal afmarkaðan hluta orðaforðans sem sjálfstætt viðfangsefhi með
þau markmið fyrir augum sem lýst var hér að framan fer ekki hjá því að athyghn
beinist að sagnorðum. Enginn orðflokkur sker sig eins skýrt úr í orðabókum,
hvort sem þær eru skoðaðar með augum lesenda eða þeirra sem að samningu
þeirra standa. Ahur þorri þeirra orða sem mest fer fyrir í orðabókum telst til
sagnorða, og lýsing þeirra er jafnan margbrotnari en lýsing annarra orðflokka.
Þar reynir því mjög á samræmi í framsetningu og skipulega efhisflokkun eigi
lesandinn að geta glöggvað sig á einkennum orðanna eða ratað að því atriði
sem hann ætlar að kynna sér. Enginn orðflokkur nýtur heldur jafn mikillar
orðabókafræðilegrar athygh. Svo mjög skera sagnorð sig úr að ástæða þykir til
að semja sjálfstæðar orðabækur sem eingöngu fjalla um sagnorð og orðasambönd