Orð og tunga - 01.06.1988, Blaðsíða 140
128
Orð og tunga
samstæðri greiningu á öllum söfnum Orðabókarinnar að allur efniviðurinn komist
til skila á æskilegasta hátt í orðabókarlýsingu. Til þess að svo geti orðið verður
að vera hægt að láta það sem er ólíkt með Ritmálssafninu og sérsöfnunum rúmast
í sameiginlegum farvegi ef svo má segja. I þessu sambandi er rétt að virða nánar
fyrir sér í hverju gildi einstakra dæma og umsagna getur birst.
Ritmálssafnið ber þess greinileg merki að það sækir efnivið sinn til mjög
margra ólíkra heimilda sem eru mismunandi að efhi og orðfæri og eru bundnar
ólíkum stigum málsögunnar. Það sýnir jafnframt skýrt og greinilega það ein-
kenni lestrarorðtöku að draga fram hið sérstaka við orðaforðann og orðnotkun-
ina fremur en að dvelja við það venjulega og rótgróna. Ymis óvenjuleg afbrigði
í merkingu, setningargerð og formgerð (svo sem beygingu) ná þar með að koma
mun skýrar fram en raunin yrði ef orðtökuskilyrði væru bundin hlutlægari mæli-
kvarða, væru t.d. háð tíðni eða fyrirferð orða og einstakra afbrigða þeirra. Hið
sögulega sjónarmið veldur því svo að mikilvægt hlýtur að þykja annars vegar að
leiða í ljós þau einkenni í orðafari fyrri tíðar sem sérstaklega víkja frá venjum
nútímamáls og hins vegar að komast fyrir rætur ýmissa þátta í nútímamáli og
rekja feril þeirra til upphafs síns eftir því sem við verður komið. Þegar þetta er
haft í huga er við því að búast að forsendur fyrir dæmavali virðist margbreyti-
legar þegar skyggnst er í safnið og þær upplýsingar sem bundnar eru einstökum
uppflettiorðum geti varðað býsna sundurleit atriði.
Þegar litið er á Ritmálssafnið sem efnivið til orðabókargerðar kemur fram að
dæmin í safninu eru misjafnlega vel til þess fallin að staðfesta einstaka drætti í
þeirri mynd sem dregin er upp af orðunum í orðabók, vitna um afmörkuð merk-
ingarafbrigði, athyglisverða setningargerð o.s.frv. Mörg dæmanna lúta öðrum
þræði a.m.k. að þáttum sem hafa sjálfstætt gildi óháð orðabókarlegri lýsingu
orðsins sem í hlut á. I því sambandi má nefna dæmi þar sem frarn koma fágætar
beygingarmyndir, umsagnir um menningarsöguleg fyrirbæri af ýmsu tagi, máls-
hættir ýmiss konar eða lýsing á notkun orðsins sem dæmið á við, svo að eitthvað
sé nefnt af því sem hér kemur til greina.
I rauninni má afmarka ýmsa upplýsingaþætti í Ritmálssafninu þannig að gildi
þeirra takmarkist ekki við þau orð sem upplýsingarnar kunna að birtast með
hverju sinni. Þetta getur t.d. átt við um þjóðhætti og önnur menningarsöguleg
atriði, málshætti, þolmynd eða notkun þágufalls með ópersónulegum sögnum,
svo að nefndir séu nokkrir sundurleitir upplýsingaþættir af þessu tagi. Sá sem
vill nálgast slíka þætti sér á parti nær takmörkuðum árangri ef ekki er um aðra
leitarlykla að ræða en einstök orð sem þeir kunna að vera bundnir. Og sá sem
leitar slíkra upplýsinga í prentaðri orðabók á vissulega erfitt um vik, jafnvel þótt
bókin sé ríkulega búin dæmum og umsögnum sem þetta varða, þar sem þær
væru ótengdar innbyrðis.
I Talmálssafninu og öðrum sérsöfnum er gildi dæmanna eða umsagnanna
einnig nokkuð mismunandi. Eins og gefur að skilja eru umsagnirnar misvægar
að því leyti að sumar eru ítarlegar og nákvæmar, í öðrum er aðeins tæpt á því
sem til umræðu er. Að því er Talmálssafnið varðar er og mismunandi hversu
skýrt umsagnirnar vitna um staðbundið málfar. Þar gætir einnig mikillar eihis-
legrar fjölbreytni, þar sem sumar umsagnirnar lúta að orðafarinu einu, aðrar að
verkháttum, enn aðrar að þjóðtrú o.s.frv.