Orð og tunga - 01.06.1988, Side 151
Jón Hilmar Jónsson: Sagnorðagreining Orðabókar Háskólans
139
veigameira hlutverki en jafnan á sér stað þegar um stutta og einfalda lýsingu er
að ræða.
áhrifsgildi — fallstjórn Víða er að finna umsagnir sem lúta að því hvort sögn
sé áhrifslaus eða áhrifssögn, og um fallstjórn sé um áhrifssögn að ræða. I
mörgum sögnum er slík umsögn raunar höfð utan við eiginlega liðgreiningu
og skipað meðal höfuðeinkenna í „haus“ sagnarinnar (þar sem getið er um
beygingu). Stundum er þá látið nægja að nefna hvort sögnin er áhrifssögn
eða áhrifslaus (eða getur verið hvort tveggja) (sjá t.d. taka, halda, ganga,
gera og sjá), en í öðrum tilvikum er getið nánar um fcillstjórn sagnarinnar
(sjá t.d. snúa, leika, fá og stinga). I u.þ.b. þriðjungi þeirra 50 sagna sem
athugaðar voru er þessa einkennis aðeins getið í „haus“ sagnarinnar svo að
ljóst er að ekki er um fastan greiningarþátt að ræða. Og að því marki sem
þessi þáttur birtist innan liðgreiningarinnar er staða hans ákaflega mis-
munandi. Oft er fallstjórnar aðeins getið þar sem brugðið er frá því sem
reglulegt getur talist, og ráðandi fallstjórnareinkenni þá hvergi afmörkuð
heldur er gengið út frá þeim sem gefnum. Þannig er þolfallsandlag ekki
skilgreint sem greiningarþáttur í taka, heldur einungis getið um stöðu sagn-
arinnar með þágufalli í undirlið sem er hliðskipaður formlegum og merk-
ingarlegum greiningarliðum. I greiningu sagnarinnar gera er einungis vikið
að fallstjórn í einum lið undirskipuðum merkingarafbrigði þar sem um er
að ræða þágufall með sögninni. I snúa er einn greiningarliðurinn bundinn
fallstjórn með þolfalli, en þágufalls er hvergi getið nema í „haus“ sagnar-
innar. I fá er þolfallsandlags ekki getið innan greiningarinnar. Hins vegar
er notkunar sagnarinnar með eignarfalli getið í tveimur liðum sem báðir
eru undirskipaðir merkingarlegum þáttum. Og í ýmsum áhrifssögnum er
alls ekki tekið tillit til fallstjórnar við liðgreininguna, svo sem í sögnunum
segja, setja, stinga og sjá. I öðrum tilvikum er þátturinn áhrifsgildi —
fallstjórn látinn gegna höfuðhlutverki í greiningunni og er þá yfirskipaður
merkingarlegum þáttum (sjá t.d. halda, fara, draga og drepa).
miðmynd Sá formlegi greiningarþáttur sem einna mest ber á í Orðabók Blön-
dals er miðmynd. Oftast nær er þessi þáttur látinn koma fram í efsta
þrepi og er þá gjarna hliðskipaður liðum (einum eða fleiri) sem taka til
þorra sagngreiningarinnar (þar sem flestir merkingarþættir birtast). A
þessu eru þó ýmsar undantekningar. I fara er miðmynd t.d. undirskipuð
áhrifsgildi (notkun fara sem áhrifssagnar) og hliðskipuð tveimur fallstjórn-
arliðum (stöðu fara með þolfalli annars vegar, þáguÍEilli hins vegar). I
bregða kemur miðmynd fram á tveimur stöðum undirskipuð ólíku áhrifsgildi
og í annað sinnið raunar undirskipuð tiltekinni merkingu einnig. Önnur
sögn þar sem miðmynd er undirskipuð merkingu er búa.
En þótt notkun sagnar í miðmynd sé að jafnaði allskýrt auðkennd innan
greiningarkerfis sagnanna fer því fjarri að miðmynd geti talist skýrt af-
markaður greiningarþáttur. I fyrsta lagi kemur fyrir að hennar er alls ekki
getið sem greiningarþáttar þótt notkun hennar birtist í lýsingu sagnar-
innar (sjá falla). I öðru lagi er þess að gæta að ekki er um beint andspæni