Orð og tunga - 01.06.1988, Page 152
140
Orð og tunga
við germynd að ræða. Bæði er að germynd er ekki skilgreind sem sér-
stakur greiningarþáttur og að hluta til er germynd látin birtast innan þess
greiningarliðar sem hefur miðmynd að fyrirsögn. Það kemur fram í því að
lýsingarháttum (nútíðar, og þó einkum þátíðar) er oft skipað undir þann
lið sem hefur miðmynd að fyrirsögn (sjá t.d. setja, ráða, vinna, skilja og
kenna).
ópersónuleg notkun I Orðabók Blöndals er ópersónuleg notkun eitt þeirra
einkenna sem stundum er getið í „haus“ sagnanna (sjá t.d. setja, snúa og
kenna). Að auki birtist ópersónuleg notkun svo sem þáttur í hðgreiningu
sagnanna og virðist þá vera haldið aðgreindri eftir því hvort um er að ræða
germynd eða miðmynd. Að öðru leyti er ópersónuleg notkun oftast nær
sameinuð í einum hð sem greinst getur í undirhði með tilliti til setning-
argerðar eða merkingar (sjá t.d. bregða og veita) þótt fyrir komi að hún
sé látin dreifast á fleiri hði (sjá skera). Á hinn bóginn virðist ópersónuleg
notkun ekki vera undirskipuð liðum sem einkenndir eru með merkingarlýs-
ingu. Meðferð þessa greiningarþáttar er því tiltölulega regluleg þótt þess
sé ekki gætt nema að htlu leyti að auðkenna hvers konar ópersónulega
notkun um er að ræða (hvaða fall er á orðinu sem skipar frumlagssætið
með sögninni).
stafrófsraðaðir þættir Nokkuð er um það að efni sé skipað í stafrófsröð orða
(einkum forsetninga og atviksorða) sem fylgja sögninni. Fyrirferð þessa
virðist mjög háð því hversu umfangsmikil lýsing sagnarinnar er í heild. I
fyrirferðarmiklum sögnum er létt á greiningunni með því að víkja efni út
fyrir hðgreininguna í sérstakan dæmabálk. Að jafnaði ræður þá stafrófsröð
ferðinni, en fyrir kemur að óstafrófsröðuðu efni er skipað fremst í bálkinn
(sjá fara, ganga, bera, draga og gera). Að öðru leyti er hið stafrófsraðaða
efni feht að hðgreiningunni og getur birst á ýmsum stöðum innan grein-
ingarkerfisins og er þá stundum undirskipað formlegum greiningarþáttum
(sjá t.d. halda og draga).
Af því sem hér hefur verið rakið er ljóst að formgerðarleg lýsing er mjög á
reiki í Orðabók Blöndals og skil merkingarlegrar og formgerðarlegrar greiningar
eru engan veginn skýr. Engu að síður getur formgerðargreiningin komið að um-
talsverðu gagni þar sem sömu formgerðarþættirnir eru notaðir meira og minna
í allri greiningunni og verða því fljótt kunnuglegir þeim sem handgengnir eru
bókinni. Sjálfsagt er að höfða til kunnugleika manna á hefð íslenskra orðabóka
í þessu efni enda þótt mikið skorti á að þangað megi sækja eiginlega fyrirmynd
um efnisskipan og framsetningu.
5.3 Yfirskipuð formgerðargreining
I yfirgripsmikilli orðabókarlýsingu eins og hér er fengist við hlýtur að þurfa að
gera jafnt merkingarlegum sem formgerðarlegum einkennum rækileg skil. Meg-
inforsendan fyrir því að það takist er sú að innbyrðis staða þessara þátta sé skýr
innan lýsingarinnar.