Orð og tunga - 01.06.1988, Síða 154
142
Orð og tunga
• Næsta flokkunarsvið er frumlag. Fremst fer ákveðið frumlag (raðað eftir
fallmynd, fyrst frumlag í nf., þá frumlag í þf. o.s.frv.), þá óákveðið frumlag
(fyrst sú gerð þar sem frumlagssætið fyllist (eða getur fyllst) með það, síðan
sú gerð þar sem hann er í frumlagssæti). Þegar um aukafallsfrumlag er að
ræða er greint í sundur eftir því hvort um er að ræða vísun til lifandi veru
eða ekki.
• Þriðja flokkunarsviðið er fylliliður og lýtur einkum að áhrifsgildi og fall-
stjórn. Fremst fer áhrifslaus staða, þá andlög (og aðrir þeir liðir sem
heimfæranlegir eru undir staðgönguformin e-ð, e-n o.s.frv.) þax sem röðin
er nf., þf., þgf., ef. Að jafnaði er greint á milli andlaga eftir því hvort um
er að ræða vísun til lifandi veru eða ekki auk þess sem afturbeygð notkun
er greind sérstaklega. Þar á eftir fer afbrigðið sagnfylling, þá sögn (í fyrsta
lagi sögn í nh., í öðru lagi sögn í sagnbótarformi), loks setning.
• I fjórða flokkunarsviðinu eru fylgiliðir í innbyrðis stafrófsröð. Þegar um
forsetningarhði er að ræða er að jafnaði greint á milli eftir því hvort um er
að ræða vísun til lifandi veru eða ekki auk þess sem afturbeygð notkun er
greind sérstaklega.
Um greiningarvanda að því er formgerðina varðar mætti fjalla í löngu máli.
Hér skal aðeins drepið á eitt atriði. Oft er erfitt að skera úr um hvort atviks- eða
forsetningarliður sem fer á eftir sögn skuli teljast fylgiliður eða ekki. Sjálfstæði
fylgiliða er til þess fallið að auðvelda mönnum leit að einstökum atriðum auk þess
sem það léttir oft á flókinni merkingargreiningu. Sé sagnlýsingin á hinn bóginn
hlaðin fylgiliðum getur það leitt til óþarfra endurtekninga í merkingarskýringum
svo að lýsingin dreifist meira en ástæða er til. Þennan vanda verður að meta
hverju sinni, en ekki er ólíklegt að fylgiliðir reynist áleitnari eftir því sem sögnin
er flóknari og dæmafjöldinn er meiri.
Með ofangreindri skipan formgerðarsviða verður til sú fasta umgjörð um orð-
lýsinguna sem fram kemur í sýnishornunum hér á eftir, þar sem formgerðar-
þættir sem taka til þriggja efstu sviðanna eru auðkenndir með HASTEFLINGUM
og inndráttur er hafður við hvern nýjan lið, en fylgiliðarsambönd eru feitletruð
og aðgreind með greinaskilum án inndráttar.
5.3.1 Formgerðarskipan sagnarinnar draga
Til að veita sem ítarlegast yfirlit um formgerðarlega efnisskipan orðabókartextans
er skipan sagnarinnar draga birt á mynd 3 á bls. 143. Sú sögn er mjög fjölbreytt
að formgerð, enda byggist lýsing hennar á rösklega 2.000 dæmum.8
5.4 Undirskipuð merkingarlýsing
Þegar textanum hefur verið skipað eftir ofangreindum fjórum formgerðarsviðum
taka við merkingarskýringar sem sóttar eru til sviðsins MERKING eftir að inn-
byrðis röðun hefur farið fram skv. sviðinu MERKINGARFLOKKUN. Eins og áður
8Tekið skal fram að af tæknilegum ástæðum er leturskipan önnur á myndinni en í
orðabókartextanum.