Orð og tunga - 01.06.1988, Page 192
180
Orð og iunga
lagi er ekki sama hvar orðmn er skipt á milli lína. Því verður ekki hjá því komist
að teygja á lími í sumum línum en þjappa saman í öðrum ef ná á beinni hægri
spássíu. I hvert sinn sem teygja þarf á línu eða henni er þjappað saman eru
reiknuð fráviksstig. Stigin eru nálægt því að vera 100 X b3 þar sem b stendur
fyrir hlutfallslega teygingu eða þjöppun í línu. Setjum svo að náttúruleg fyrirferð
stafa og líms í línu sé 440 punktar en línubreidd sé 450 punktar.2 Hér verður
því að teygja á líminu í línunni um 10 punkta. Ef 9 orð eru í línunni eru orðabil
alls 8. Teygjanleiki þeirra er samtals 8 x 1,66666 eða 13,33328 punktar. Stærðin
b í fyrrgreindri formúlu er reiknuð sem hlutfallið á milli þess hve mikið þarf að
teygja á línunni og hve mikill teygjanleikinn er (eða öfugt ef þjappa þarf línunni
saman). I þessu dæmi er b = 10/13,33328 og fráviksstigin eru reiknuð sem
100 x (idlís)1
sem gefur alls 42,188 fráviksstig.
TgX gefur línum einkunnir eftir því hve frávikin eru mikil. Línur eru þá
sagðar þéttar (eða gisnar) ef fráviksstig eru fleiri en 13 (sem jafngildir því að
teyging eða þjöppun er meiri en 50%). Ef fráviksstig eru fleiri en 100 er línan
mjög gisin en séu stigin 12 eða færri er línan góð. Línan í þessu dæmi telst því
vera gisin.
En fleira kemur við sögu í línuskiptingum TgX en frávik í skorðun á lími.
TgX finnur oft margar leiðir til að brjóta um tiltekna efnisgrein og fær hver
leið sína einkunn, leiðareinkunn. Því hærri sem einkunnin er þeim mun verri er
efnisgreinin. Hægt er að hugsa sér leiðareinkunnina sem fjarlægð og reynir TjgX
að finna „stystu“ leiðina í gegnum efnisgreinina með því að lágmarka leiðarein-
kunnina.
Hvað hefur áhrif á þessa leiðareinkunn? Það er fjölmargt og verður ekki allt
talið hér. Fyrst er þó að geta fráviksstiganna sem fyrr voru nefnd. En auk þess
hugar TfjX að því hvort nástæðar línur eru ósamrýmanlegar (t.d. ef þétt og gisin
lína liggja saman). Ósamrýmanlegar línur verða til að hækka leiðareinkunn.
Aðrir þættir verða einnig til að hækka hana eins og t.d. samliggjandi línur sem
báðar enda á orðum sem skipt er milli lína. Auk þess er hægt að gefa hvaða stað
í línu sem er „refsistig“ sem greina frá því hvort æskilegt sé að kljúfa línuna á
þeim stað. Til dæmis að taka er í þessu riti ætíð komið í veg fyrir að línum sé
skipt á milli orðsins „tafla“ og töflunúmers í setningum eins og „sjá töflu 12“
o.s.frv. Það er gert með því að gefa stafbilinu, sem er milli orðsins „töflu“ og
tölunnar 12, 10.000 refsistig og hindrar það Tj^X í að skipta línunni á þessum
stað.
Leiðareinkunnin d er reiknuð með hliðsjón af refsistigum p og fráviksstigum b
samkvæmt eftirfarandi formúlu:
(0 + b)2+p2, ef 0 < p < 10.000;
d = < \l -(- b)2 — p2, ef —10.000 < p < 0;
( (/ + 6)2, efp<-10.000.
2Í TeX er yfirleitt stuðst við amerískt leturmál og samsvarar einn punktur þá 0,3515 mm.
Einnig má nota evrópskt punktamál (Didot-punkta) þar sem hver punktur er 0,3761 mm.