Orð og tunga - 01.06.1988, Page 207
Jörgen Pind: Umbrotsforritið TffX
195
0 i 2 3 4 5 6 7 8 9
Ox r A 0 A s n s T $
lx íí ff fi fl ffi ffl 1 J v /
2x — ° 6 æ œ 0 Æ
3x Œ 0 - ! r> # $ % & ?
4x ( ) * + ? - / 0 1
5x 2 3 4 5 6 7 8 9
6x i = l ? Q A B C D E
7x F G H I J K L M N 0
8x P Q R S T U V W X Y
9x Z [ U ] l a b c
lOx d e f g h i j k 1 m
llx n o P q r s t u V w
12x X y Z - — "
Tafía 8: Stafatafía fyrir antikvaletrið í „Computer Modern Roman".
í riti Knuths Computer Modern Typefaces (Knuth 1986b) er að finna forrit
allra þeirra stafa sem eru í þessu letri. Samtals eru leturgerðirnar 75 en staf-
myndir rúmlega 500. Leturtegundum þessum má skipta í textaletur og táknletur.
Fyrrgreindu tegundirnar eru notaðar við að skrifa venjulegan texta en táknletrin
eru notuð fyrir stærðfræðisetningu.
I töflu 8 kemur fram hvaða stafir eru í venjulegu antikvaletri Knuths. Alls eru
128 stafir í hverju letri (en þeir geta reyndar verið 256). Flest letrin fylgja þessari
töflu. Tölurnar í töflunni eru í tugakerfi. Tölugildi stafs er fundið með því að
setja tölugildi dálksins (efst) í stað x í tölugildi línunnar. Límingarstafurinn ff
hefur t.d. tölugildið 11. Aðeins einn séríslensku stafanna er þar fyrir, þ.e. ‘æ’.
Að vísu eru fljótandi stafmerki í letrinu, m.a. broddur og tveir punktar yfir staf.
Má nota þessi merki til að búa til alla íslensku broddstafina og ‘ö’. Þá vantar
aðeins ‘ð’ og ‘þ’ til að fylla í íslenska stafrófið. Hins vegar er sá galli við að nota
fljótandi stafmerki að TgjX skiptir ekki orðum með slíkum merkjum sjálfkrafa
milli lína.
Þegar hafist var handa við að íslenska letur TgX kom fljótlega í ljós að æski-
legt væri að bæta öllum íslensku stöfunum í leturtöflu TjjX. Ástæða þess er, eins
og fyrr segir, að TgX getur ekki beitt línuskiptingaraðferð sinni á orð sem hafa
fljótandi stafmerki. Setningarforrit án línuskiptingar er hins vegar ekki mikils
virði og því var strax tekin sú ákvörðun að hafa fullt íslenskt stafróf í leturtöflun-
um. Hins vegar var af tæknilegum ástæðum ekki hægt að koma því við í fyrstu
íslensku TgjX-útgáfunni. Astæðan var sú að prentforrit sem þá voru fáanleg fyrir
TgjX gátu aðeins unnið með 128 stafa letur. Því varð í fyrstu útgáfu að sníða letr-
ið að þeim ramma. I fyrstu íslensku leturtöflunum voru því 128 stafir. Þar voru
allir íslensku lágstafirnir og hástafirnir ‘Æ’, ‘O’, ‘Ð’ o^ ‘Þ’. Hins vegar vantaði
hástafagerðir broddstafanna ‘Á’, ‘É’, ‘í’, ‘Ó’, ‘Ú’ og ‘Y’. Þessir stafir voru því
settir með fljótandi broddi enda kemur það ekki verulega að sök þótt TgX geti
ekki skipt orðum með þessum hástöfum. Oftast finnur Tg)C svo margar leiðir við