Orð og tunga - 01.06.1988, Page 208
196
Orð og tunga
0 i 2 3 4 5 6 7 8 9
Ox r A 0 A 77 n s T $ $
lx íí á é í Ó Ú 1 J ' /
2x — ° ý æ ö Þ Æ
3x Þ ð Ð ! » # $ % >
4x ( ) * + - . / 0 1
5x 2 3 4 5 6 7 8 9 : 5
6x 0 = 0 v @ A B C D E
7x F G H I J K L M N 0
8x P Q R S T U V W X Y
9x Z [ U ] * í a b c
lOx d e f g h i j k 1 m
llx n o P q r s t u V w
12x X y z - — "
Tafla 9: Stafatafla fyrir antikvaletrið í fyrstu íslensku útgáfunni af „Computer Modern
Roman".
að brjóta um efhisgrein að notandinn verður ekki var við það. Stafatafla fyrir
imrfO er sýnd á töflu 9.
Vitaskuld varð eitthvað að víkja svo hægt væri að koma íslensku stöfunum
fyrir. Þar var í fyrsta lagi um að ræða límingarstafina ‘fF’, ‘fi’, ‘fl’, ‘ffi’ og ‘ffi’,
þverstrik sem notað er í pólsku ‘l’, þýska essið ‘fi’ og spænsku greinarmerkin ‘j’
og ‘i’. Við nafngiftir íslensku letranna var fylgt þeirri einföldu reglu að setja i í
stað c í fyrsta sæti í heiti letursins.
Bætt var eftirfarandi stöfum í leturtöfluna: ‘á’, ‘é’, ‘í’, ‘ó’, ‘ú’, ‘ý’, ‘ð’,
‘þ’, ‘Ð’, ‘Þ’, ‘ö’ og ‘Ö’. Það var gert með því að semja METRFONT-lýsingar
á stafmyndunum. Auk þess var gæsalöppunum breytt til samræmis við ís-
lenskar venjur. En auk þessa geyma letrin svonefndar stafþéttingartöflur. I
prentletri tíðkast að færa suma stafi saman ef lögun þeirra leyfir það. Það
á t.d. við þegar ‘A’ fer á eftir ‘V’. Þykir þá betra að setja ‘VA’ en ‘VA’.
Þegar sett var í lausaletri var slíkri stafþéttingu komið á með því að sérstakir
stílar voru notaðir sem liöfðu tvo stafi, eða þá að sagað var í stílana til að
hægt væri að færa tvo stafi hvorn nær öðrum. TgjX framkvæmir þessar staf-
þéttingar með innbyggðri \kern-skipun. Hún er notuð til að setja órjúfanlegt
bil á milli stafa. Bilið getur einnig verið neikvætt sem merkir að stafir eru
færðir saman. Svo dæmi sé tekið er þéttingin milli ‘V’ og ‘A’ í imrlO-letrinu
1,11112 punktar. Þéttingin milli ‘V’ og ‘a’ er hins vegar minni eða 0,83334
punktar. Þessum töflum var breytt til samræmis við íslensku stafina sem bætt-
ust við.
Þegar þetta er ritað er áformað að breyta íslensku leturgerðunum og bæta við
stafmyndum fyrir broddstafina í hástafagerð. Það verður gert með því að taka
upp 256 stafa töflur. Þar með verður einnig hægt að halda þeim táknum sem
urðu að víkja þegar núverandi gerð letursins var útbúin. Auk þess er fyrirhugað
að bæta við þrem táknum til viðbótar: