Orð og tunga - 01.06.1988, Page 209
Jörgen Pind: Umbrotsforritið TfiX
197
1. Bæta þarf við öðru þankastriki sem er styttra en þankastrikið í Computer
Modern. Það er jafnbreitt og „heill“ (eða em-bil). í íslensku tíðkast hins
vegar nokkuð styttra þankastrik sem er u.þ.b. 3/4 af heilum.
2. Æskilegt er að bæta við stafmerki fyrir lykkju undir staf, og jafnvel ‘o’ með
lykkju einnig til að unnt verði að setja texta með „samræmdri stafsetningu
fornri“.
3. Loks þarf að bæta við límingarstaf úr ‘f’ og ‘j’. I letri TgX eru fimm lím-
ingarstafir. Æskilegt er að bæta við límingarstaf úr ‘f’ og ‘j’ til samræmis
við límingarstafinn sem gerður er úr ‘f’ og ‘i’.
Notkun límingarstafa hefur verið nokkuð á reiki í íslensku prentmáh en svo
er að sjá sem þeir séu heldur á undanhaldi, sennilega ekki hvað síst vegna þess
að prentsmiðjur hafa þurft að fórna einhverju úr letri sínu til að geta bætt við
íslenskum stöfum. Það er hins vegar miður að mati þess sem hér ritar. Hafi
leturteiknarinn gert ráð fyrir límingarstöfum í letrinu er rétt að nota þá. Nú er
nokkuð misjafnt eftir tungumálum hvaða límingarstafir koma við sögu. Líming-
arstafirnir í Computer Modern letrinu eru þeir sem einkum eru notaðir í ensku.
Höfundur þessa pistils minnist þess reyndar ekki að hafa séð í íslensku prentmáli
límingarstaf úr ‘f’ og ‘j’. Það breytir því þó ekki að rétt væri að taka hann upp.
Astæða þess að hann finnst ekki í töflu Knuths er einfaldlega sú að ‘f’ og ‘j’ fara
ekki saman í ensku.
5 Notkun T^X við orðabókagerð
Nokkuð er um að orðabækur séu „gefnar út“ á tölvudiskum og margir hafa spáð
því að tími hinna prentuðu orðabóka kunni að líða undir lok þegar tölvutæknin
kemst á það stig að auðvelt verði að meðhöndla slíka texta á tölvuskjá. Vafa-
lítið eiga tölvuorðabækur eftir cið ná æ meiri útbreiðslu. Fyrstu orðabækumar
af því tagi voru stafsetningarorðabækur sem notaðar eru við prófarkalestur eða
„ritskyggningu“ á ritum sem hafa verið skrifuð í einhverju ritvinnslukerfi. Síðar
komu fram samheitaorðabækur á tölvu og nú fást einnig nokkrar almennar orða-
bækur á tölvudiskum, m.a. á geisladiskum.
Þrátt fyrir þetta verður ekki séð að tími hinna prentuðu orðabóka sé neitt
nærri því að líða undir lok, öðru nær. Á Orðabók Háskólans er Tj^X notað við
að prenta orðabókartexta, bæði afrakstur sagnorðagreiningar sem Jón Hilmar
Jónsson gerir grein fyrir á öðrum stað í þessu riti og eins heilar orðabækur í
ritröðinni „Orðfræðirit fyrri alda“.
TþjX er ákjósanlegt kerfi fyrir setningu á orðabókum. Hér kemur margt til.
I fyrsta lagi eru gæði setningarinnar slík að forritið stenst jafnvel hinum bestu
prenturum snúning. Hitt, sem skiptir þó ekki minna máli í þessu sambandi, er
að í TgjX er auðvelt að tjá liina röklegu gerð orðabókarinnar og láta forritinu eftir
að breyta henni í viðeigandi umbrot. Rétt er að lýsa því nokkru nánar hvað hér
er átt við.
Orðabókartexti er í eðli sínu býsna fastmótaður. Uppflettiorð á þar sérstakt
sæti, tilgreindur er orðflokkur, merkingar orða, hugsanlega beygingar, sýnd eru