Orð og tunga - 01.06.1988, Page 210
198
Orð og tunga
dæmi um notkun orðanna o.s.frv. Hefð er fyrir því að nota mismunandi letur-
gerðir til að greina á milli hinna einstöku eininga í orðabókargreininni. Þannig
eru uppflettiorð í Orðabók Menningarsjóðs táknuð með feitu letri sem er örlitlu
stærra en meginletur greinanna, notkunardæmi eru rituð með skáletri en orð-
flokkar með hásteflingum. Við sérhverja orðabók hefur verið fylgt einhverjum
fyrirmælum um það hvernig sambandi milli prentunar og rökeininga í texta er
háttað.
Þegar orðabækur hafa verið prentaðar hefur oftast verið farin sú leið að skjóta
prentskipunum inn í textann þegar handrit er undirbúið fyrir tölvusetningu. Svo
dæmi sé tekið getum við hugsað okkur eftirfarandi sýnishorn úr Orðabók Gunn-
laugs Oddsens, Ordabók, sem inniheldr flest fágicet, framandi og vandskilinn ord,
er verda fyrir í d0nskum bókum, sem fyrst kom út árið 1819.
Abstract, adj. sem vidvíkr því, er menn med fulltýngi skilningar-
vitanna ei géta feingid skilning um; Abstractión, adgreining hlutar
og eiginnleika hans, skilningr; Abstractions-Evne, gáfa til at skapa
sérligt hugargrip og hugskotsmind um hlut edr sképnu; Abstractum,
atskilit hugargrip; abstrahére, v., adskilia hlutinn og íhuga þad, sem
vidkémr hpnum utaf fyrir sig.
I þessum texta eru notuð þrjú letur. Uppflettiorðið er auðkennt með feitu
letri, orðflokkur og orðmyndir sem skyldar eru uppflettiorði með skáletri. Loks
eru íslensku skýringarnar með venjulegu antikvaletri. I frumútgáfu orðabókar-
innar eru reyndar aðeins notaðar tvær leturtegundir, antikvaletur og gotneskt
letur. Uppflettiorð og afleiddar orðmyndir eru prentaðar með antikvaletri en
orðflokkur og skýringar með gotnesku letri. Hins vegar er uppflettiorðið sérstak-
lega auðkennt með því að það er dregið út úr vinstri jaðri textadálksins og fer
því ekki á milli mála hvar uppflettiorð byrjar.
I þessari færslu er því hægt að greina fjórar einingar: uppflettiorð, orðflokk,
afleiddar orðmyndir og íslenskar skýringar. Leturgerðir eru hins vegar aðeins
þrjár og því er ekki fullt samræmi milli textaútlits og gerðar. Slíkt er reyndar al-
vanalegt þegar orðabækur eiga í hlut þar eð einingar textans eru yfírleitt langtum
fleiri en leturtegundir sem menn treysta sér til að nota í einum og sama text-
anum.
Ef samið er prentsmiðjuhandrit mætti hugsa sér það með þeim hætti sem
sýndur er hér að neðan. Gefnar eru skipanir í textanum um leturbreytingar og
umbrot. (Hér er handritið einfaldað og aðeins hugað að letri en umbroti að öðru
leyti sleppt.)
<f3> Abstract, <f2>adj.<fl> sem vidvíkr því, er menn med
fulltýngi skilningarvitanna ei géta feingid skilning um;
<f2>Abstracti6n,<f1> adgreining hlutar og eiginnleika
hans, skilningr; <f2>Abstractions-Evne,<f1> gáfa til at
skapa sérligt hugargrip og hugskotsmind um hlut edr
sképnu; <f2>Abstractum,<f1> atskilit hugargrip;
<f2>abstrahére, v.,<fl> adskilia hlutinn og íhuga
þad, sem vidkémr híínum utaf fyrir sig.