Orð og tunga - 01.06.1988, Page 211
Jörgen Pind: Umbrotsforritið TfiX
199
Hér eru leturbreytingar auðkenndar með því að skotið er inn prentskipunum.
<fl> merkir að nota eigi antikvaletur, <f2> að nota eigi skáletur og <f3> er
notað til að tákna feitletur.
Þessi táknun ætti að vera öllum kunnug sem hafa fengist við að setja ritmál
fyrir prentsmiðjur. Hvaða annmarkar eru á slíkri setningu? Þeir eru einkum
þrír.
• Ekki er auðvelt að breyta setningu eftir að búið er að ganga frá henni. Að
vísu er hugsanlegur sá kostur að nota skjárita til að breyta merkingunum
en sá kostur er lítt fýsilegur.
• I þessu handriti eru leturmerkingar færri en riteiningax (vegna þess að
ákveðið er að nota aðeins þrjár leturtegundir). Því glatast hér ákveðnar
upplýsingar um gerð ritsins.
• Merkingarnar <f 1>, <f2> o.s.frv. eru harla ógagnsæjar. Ekki verður auð-
veldlega af þeim ráðið hvaða hlutverki hver riteining gegnir í texta. Þannig
merkir <f 3> í þessu riti að þar fari uppflettiorð. I öðru riti væri <f 3> not-
að til að tákna allt aðra hluti. Engin leið er að tjá slíkt í handriti fyrir
setningarvél prentsmiðju.
Þótt hér hafi sérstaklega verið vikið að setningarvélum í prentsmiðju verður
nákvæmlega hið sama uppi á teningnum ef hugað er að þeim mýmörgu ritvinnslu-
og umbrotsforritum sem nú eru á markaði. I slíkum forritum er mönnum und-
antekningarlítið ætlað að vinna með útlit ritsmíða frekar en innihald og er það
reyndar oft talinn höfuðkostur slíkra kerfa. I slíkum kerfum er ekki hægt að
marka riteiningar máls á þann hátt að röklegri gerð ritsins sé komið til skila.
Reyndar má skjóta því að hér að nýverið hefur mátt greina breytingar á
gerð slíkra kerfa, t.d. á ritvinnslukerfinu Word og umbrotsforritinu PageMaker,
þar eð nú er hægt að nota svonefndar „stílsíður“ í þessum forritum. Má nota
þær til að afmarka riteiningar eins og fyrirsagnir, tilvitnanir og annað í þeim
dúr. Hugmyndin er ættuð úr hinu ágæta kerfi Brians Reid, Scribe (Reid og
Walker 1980). Utfærslan í fyrrgreindum forritum er þó langtum takmarkaðri en
í kerfi Reids. I forritinu Word ná stílsíður t.d. aðeins til heilla efnisgreina og
myndu því á engan hátt nýtast við gerð orðabóka (Microsoft, 1987).
I TeX er hægt að merkja rökeiningar rita og skilgreina síðan viðeigandi um-
brot fyrir hverja einingu. Skiptir þá ekki máli hvort fjöldi eininga er hinn sami
og fjöldi prentafbrigða. TgX kippir sér ekki upp við rökeiningar sem ekki eru
tjáðar sérstaklega með leturvali eða öðrum útlitsbreytingum.
Hægt er að T^jXta fyrrnefnda grein úr orðabók Oddsens með eftirfarandi
hætti þar sem röklegri gerð er haldið til haga:
\uppflfAbstract}, \orðflfadj . )•
\skýr{sera vidvikr því, er menn med fulltýngi
skilningarvitanna ei géta feingid skilning um);
\ordm{Abstracti\'{o}n},
\skýr{adgreining hlutar og eiginnleika hans, skilningr};
\orðm{Abstractions-Evne},
Orð og tunga 1 14