Orð og tunga - 01.06.1988, Page 213
Jörgen Pind: Umbrotsforritið TjfK
201
\def\uppfl#l{\hangindent=0.5cm
\hangafter=l
{\bf#l\mark{#l}»
\def\orðfl#l{{\sc #1}}
\def\orðm#l{{\it #1}}
\def\skýr#l{{\rm #1}}
verður greinin úr orðabók Oddsens með þessu móti:
Abstract, ADJ. sem vidvíkr því, er menn med fulltýngi skilningarvit-
anna ei géta feingid skilning um; Abstractión, adgreining hlutar og
eiginnleika hans, skilningr; Abstractions-Evne, gáfa til at skapa sérligt
hugargrip og hugskotsmind um hlut edr sképnu; Abstractum, atskilit
hugargrip; abstrahére, V., adskilia hlutinn og íhuga þad, sem vidkémr
hpnum utaf fyrir sig.
Hér sést að búið er að hnika uppflettiorðinu ögn inn á vinstri spássíu (rétt
eins og í frumútgáfu orðabókarinnar) og orðflokkar eru auðkenndir með hástefl-
ingum. Þar með er öllum atriðum í röklegri gerð greinarinnar komið til skila með
aðgreindum prentskipunum. En hér kemur og fram, sem er höfuðkostur hinnar
röklegu merkingar, að ekki þurfti að eiga neitt við ritið til að breyta útliti þess.
Aðeins þurfti að breyta skilgreiningum í skilgreiningabálki.
I skilgreiningunni á uppfl eru torkennileg atriði sem ekki er ástæða til að
skýra í smáatriðum. Þó er rétt að vekja athygli á skipuninni \mark{#l}. Með
henni er séð til þess að Tg|X merki sjálfkrafa í síðuhaus fyrsta og síðasta orð
blaðsíðunnar eins og tíðkast í orðabókum.
Reyndar er hugað að ýmsum öðrum atriðum í sambandi við setninguna á
orðabók Gunnlaugs Oddsens en hér hefur verið vikið að. Orðabók Oddsens er
dönsk-íslensk. Hins vegar er vafalaust að íslenski orðaforðinn er langtum athygl-
isverðari en hinn danski. En það er vandkvæðum bundið fyrir lesendur að finna
íslensku orðin þar sem þau eru grafin í sjálfum texta orðabókarinnar. 1 útgáfu
Orðabókar Háskólans á orðabók Oddsens verður sérstök skrá þar sem íslenskum
orðum í bókinni er raðað í stafrófsröð með vísunum í dönsku uppflettiorðin þar
sem þau er að Cnna. Skotið hefur verið sérstökum merkingum í textann til að
auðkenna þau orð sem ástæða er til að hafa með í þeirri skrá og er TgjX látið
skrifa þau orð í sérstaka skrá. Henni er síðan raðað í stafrófsröð íslensku orðanna
og snyrt til og síðan send í gegnum TgX í lokaumbrot.
Sömu sjónarmiðum og hér hefur verið lýst er fylgt við vinnslu á sagnorðabók
Orðabókarinnar. Sagnorðabókin er unnin í gagnagrunnskerG eins og vikið er
að í grein Jóns Hilmars Jónssonar. Þegar lokið er greiningu hverrar sagnar
skrifar gagnagrunnskerGð út handrit fyrir TgX þar sem hvert svið er serstaklega
auðkennt með röklegu heiti. I sérstökum skilgreiningabálki eru þessi heiti færð
í prentbúning. TgX sér síðan um að brjóta um textann án þess að um frekari
afskipti ritstjórans sé að ræða (nema e.t.v. þegar ranglega er skipt á milli lína
sem gerist sárasjaldan). Hér er ferlið frá gagnagrunnskerG til prentaðrax síðu
nánast orðið fullkomlega sjálfvirkt.