Orð og tunga - 01.06.1990, Qupperneq 74

Orð og tunga - 01.06.1990, Qupperneq 74
52 Orð og tunga Fyrirspurnakerfi IBM Komi upp alvarlegur vandi geta þýðendur sent fyrirspurnir á tölvuneti IBM til aðstandenda forritsins. Þýðendur geta þannig leitað útskýringa á texta, bent á og fengið úrslcurð ef þeim sýnast villur vera í textanum og komið með tillögur um úrbætur. Þá geta þeir fengið ráðleggingar og lagfæringar ef erfiðleikar koma upp í sambandi við þýðingarforrit eða annan búnað sem IBM lætur þýðendum í té. Einnig koma þeir oft með tillögur um endurbætur á slíkum búnaði. Síðast en ekki síst geta þeir gert kröfur um breytingar á forritum til að aðlaga þau því tungumáli sem þeir þýða á. Gagnið að þessu kerfi er ekki bara á annan veginn. IBM hefur mikinn stuðning af þýðendum við lokafrágang og prófanir á forritum. Mörg dæmi eru um það að þýðendur hafi orðið fyrstir til að uppgötva alvarlegar villur í forritum sem þeir eru að þýða og prófa. Þá hefur þetta stuðlað mjög að auknum skilningi forritahöfunda IBM á sérþörfum einstakra þjóða. Þýðingarforrit og önnur hjálparforrit Við þýðingarnar við AS/400 tölvuna er notað sérstakt þýðingarforrit frá IBM (um forritið vísast til Helgu Jónsdóttur (1988 og 1989)). Tekið skal fram að þetta forrit er eingöngu notað á S/38 tölvu til að þýða forrit á AS/400 tölvuna og er ekki til sölu á almennum markaði. Við aðrar þýðingar (þýðingar við PS/2 tölvurnar) hafa nær eingöngu verið notaðir venjulegir skjáritar. Síðastliðið haust var farið að nota skjáritann LPEX frá IBM við þýðingarnar, en hann hefur ýmsa kosti fram yfir venjulega skjárita. Má þar nefna að þar er hægt að verja sniðtákn og aðra stafi sem ekki tilheyra sjálfum þýðingartextanum svo að ekki er hætta á að snið textans spillist af völdum þýðenda. Kostir stýrikerfisins PS-tölvurnar, sem nær allir þýðendur hafa til umráða, eru búnar OS/2 stýrikerf- inu. Einn aðalkostur þess er sá að notandinn getur verið með margar sjálfstæðar verklotur í gangi í einu en að því er mikið hagræði. Til dæmis getur þýðandi verið með þýðinguna í einni lotu, sjálft forritið í annarri, ritskyggningu (próf- arkalestur) í þeirri þriðju og leitarforrit í þeirri fjórðu. Mjög auðvelt er að fara úr einni lotu í aðra og alltaf er komið þar að verkinu sem notandi var staddur síðast. Þó að tekið sé til við nýja verklotu getur ýmiss konar tölvuvinnsla haldið áfram í tengslum við fyrri verklotu. Þannig getur tölvan t.d. haldið áfram að leita að ákveðnu orði í tilteknum skrám á meðan þýðandinn hefur alls óskyldan texta fyrir sér á skjánum til þýðingar. Leitarforrit sem getur léitað að texta í tilteknum skrám hefur reynst þýðend- um mjög gagnlegt, allt að því ómissandi. * Islenskur orðaforði Ymiss konar vandi kemur frarn við þýðingarnar sem varðar aðlögun textans að íslenskum aðstæðum. Rétt er að vekja athygli á því helsta sem við er að glíma í þessu sambandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Orð og tunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.