Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 90

Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 90
68 Orð og tunga Fyrst í stað hikstaði byggingarforritið á íslenska stafrófinu, einkum sérís- lensku stöfunum Ð, Þ og Y. Þessir stafir koma Bandaríkjamönnum spánskt fyrir sjónir og hefur reynst erfitt að koma þeim í skilning um nauðsyn þeirra í íslensku ritmáli. I ársbyrjun 1985, um ári eftir að samstaríið hófst, fengum við í hendur frum- gerð af ritvinnslukerfi því sem ritskyggningin var ætluð fyrir, Ritvangi/370 (á ensku DisplayWrite/370), sem þá var rétt ókomið á markað. Þá fyrst fórum við að sjá árangur erfiðisins. Það var óneitanlega ánægjulegt að ritskyggna íslenskan texta í fyrsta skipti. I júní, að loknum lokaleiðréttingum, skilaði Orðabók Háskólans orðasafninu fullbúnu til SPC (Software and Publication Center) í Kaupmannahöfn, sem sér um framleiðslu og dreifingu á búnaðinum. Um svipað leyti barst okkur lokagerð af Ritvangi/370. Henni fylgdi skrá með öllum boðum, valmyndum og skýringatextum forritsins, og þessa skrá var hægt að þýða með atbeina Ritvangs sjálfs. I því sambandi kom dálítið merkilegt í Ijós: um leið og eitthvert boð, skýring eða annað atriði hafði verið þýtt á íslensku tók það strax gildi í sínum íslenska búningi, og þannig reyndi strax á íslensku þýðinguna. Eftir þessa uppgötvun biðum við ekki boðanna. Jörgen Pind og Jón Hilmar Jónsson tóku til við að þýða Ritvang/370 og luku þýðingunni á 6 vikum. Haustið 1985 gat IBM á Islandi auglýst með stolti útgáfu íslenska ritvinnslukerfisins Ritvangs/370, sem bauð upp á ritskyggningu með íslensku orðasafni. Nú skal farið hratt yfir sögu. Eftir þennan árangur á stórtölvunum vildu menn ná sama marki á S/36 sem þá var langútbreiddasta tölva IBM á Islandi. Orðabók Háskólans réð sérstakt starfsfólk til þýðingastarfa undir forystu Helgu Jónsdóttur og þýðingastöð IBM í Kaupmannahöfn miðlaði okkur af reynslu sinni og þekkingu. Arið 1986 kom út fyrsta íslenska þýðingin á Ritvangi/36 og í árslok var búið að þýða allt skrifstofukerfið, sem hlaut nafnið Liðsinni/36. Þá var einnig þýtt fyrirspurnakerfið Svari/36. Sumarið 1987 hafði umfang þýðinganna aukist svo að tekið var á leigu hús- næði í Sigtúni 3, þar sem þýðingastöð Orðabókar Háskólans og IBM hefur síðan verið til húsa. Arið 1988 komu út íslenskar þýðingar sem eiga við AS/400 tölvu IBM samtímis þýðingum á önnur tungumál. A síðastliðnu ári réðumst við síðan í langstærsta verkefnið hingað til, en það er samræmt skrifstofukerfi IBM sem á við allar þrjár megingerðir IBM-tölva. 2 Þýðingastöðvar erlendis Þýðingar á vegum IBM hófust í Evrópu snemma á þessum áratug. Þjóðverjar riðu á vaðið, en Frakkar, Italir og Spánverjar fylgdu fast á eftir (sjá yfirlit um þýðingastöðvar á mynd 1). Þær hræringar sem nú eiga sér stað í Austur-Evrópu eiga eflaust eftir að setja mark sitt á þýðingastarfsemi IBM. IBM hefur lengi haft deild í Vín sem ber skammstöfunarheitið ROECE (Regional Office for Eastern and Central Europe)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.