Orð og tunga - 01.06.1990, Qupperneq 90
68
Orð og tunga
Fyrst í stað hikstaði byggingarforritið á íslenska stafrófinu, einkum sérís-
lensku stöfunum Ð, Þ og Y. Þessir stafir koma Bandaríkjamönnum spánskt fyrir
sjónir og hefur reynst erfitt að koma þeim í skilning um nauðsyn þeirra í íslensku
ritmáli.
I ársbyrjun 1985, um ári eftir að samstaríið hófst, fengum við í hendur frum-
gerð af ritvinnslukerfi því sem ritskyggningin var ætluð fyrir, Ritvangi/370 (á
ensku DisplayWrite/370), sem þá var rétt ókomið á markað. Þá fyrst fórum við
að sjá árangur erfiðisins. Það var óneitanlega ánægjulegt að ritskyggna íslenskan
texta í fyrsta skipti.
I júní, að loknum lokaleiðréttingum, skilaði Orðabók Háskólans orðasafninu
fullbúnu til SPC (Software and Publication Center) í Kaupmannahöfn, sem sér
um framleiðslu og dreifingu á búnaðinum.
Um svipað leyti barst okkur lokagerð af Ritvangi/370. Henni fylgdi skrá með
öllum boðum, valmyndum og skýringatextum forritsins, og þessa skrá var hægt
að þýða með atbeina Ritvangs sjálfs. I því sambandi kom dálítið merkilegt í Ijós:
um leið og eitthvert boð, skýring eða annað atriði hafði verið þýtt á íslensku
tók það strax gildi í sínum íslenska búningi, og þannig reyndi strax á íslensku
þýðinguna.
Eftir þessa uppgötvun biðum við ekki boðanna. Jörgen Pind og Jón Hilmar
Jónsson tóku til við að þýða Ritvang/370 og luku þýðingunni á 6 vikum. Haustið
1985 gat IBM á Islandi auglýst með stolti útgáfu íslenska ritvinnslukerfisins
Ritvangs/370, sem bauð upp á ritskyggningu með íslensku orðasafni.
Nú skal farið hratt yfir sögu. Eftir þennan árangur á stórtölvunum vildu
menn ná sama marki á S/36 sem þá var langútbreiddasta tölva IBM á Islandi.
Orðabók Háskólans réð sérstakt starfsfólk til þýðingastarfa undir forystu Helgu
Jónsdóttur og þýðingastöð IBM í Kaupmannahöfn miðlaði okkur af reynslu sinni
og þekkingu.
Arið 1986 kom út fyrsta íslenska þýðingin á Ritvangi/36 og í árslok var búið
að þýða allt skrifstofukerfið, sem hlaut nafnið Liðsinni/36. Þá var einnig þýtt
fyrirspurnakerfið Svari/36.
Sumarið 1987 hafði umfang þýðinganna aukist svo að tekið var á leigu hús-
næði í Sigtúni 3, þar sem þýðingastöð Orðabókar Háskólans og IBM hefur síðan
verið til húsa. Arið 1988 komu út íslenskar þýðingar sem eiga við AS/400 tölvu
IBM samtímis þýðingum á önnur tungumál. A síðastliðnu ári réðumst við síðan
í langstærsta verkefnið hingað til, en það er samræmt skrifstofukerfi IBM sem á
við allar þrjár megingerðir IBM-tölva.
2 Þýðingastöðvar erlendis
Þýðingar á vegum IBM hófust í Evrópu snemma á þessum áratug. Þjóðverjar
riðu á vaðið, en Frakkar, Italir og Spánverjar fylgdu fast á eftir (sjá yfirlit um
þýðingastöðvar á mynd 1).
Þær hræringar sem nú eiga sér stað í Austur-Evrópu eiga eflaust eftir að
setja mark sitt á þýðingastarfsemi IBM. IBM hefur lengi haft deild í Vín sem ber
skammstöfunarheitið ROECE (Regional Office for Eastern and Central Europe)