Orð og tunga - 01.06.2008, Page 30

Orð og tunga - 01.06.2008, Page 30
20 Orð og tunga for den studerende Ungdom. Þetta verk er enn meira að vöxtum, hálft fjórða þúsund síður. Bæði þessi verk hef ég notað allmikið í mínum rannsóknum enda nákvæm og óvenju örlát á orðmyndir og skýringar. 4 Sundurleysi stafrófsraðarinnar og merkingar- bært samhengi Stafrófsröðin, sem notuð er í hefðbundnum orðasöfnum, er nánast sjálfsagt afsprengi stafrófsins þar sem stafirnir eiga sér fasta röð (alef bet-gimel; alfa-beta-gamma) og getur því ekki verið miklu eldri en þrjú þúsund ára eða frá þeim tíma er fyrsta semíska stafrófið er talið fund- ið upp. Föst röð stafanna varð óhjákvæmileg í fomum stafrófum, t.d. hinu hebreska og gríska, þegar bókstafimir voru einnig látnir tákna töluorðin í stað sérstakra tölustafa sem ekki tíðkuðust. Stafrófsröðin byggist í raun á því að lesa talnagildi bókstafanna í upphafi orða og raða þeim svo í samræmi við það. Menn áttuðu sig á hagnýti stafrófs- raðarinnar þegar í fornöld og var hún talsvert notuð einnig á miðöld- um en sannaði þó fyrst í nútímanum hvers megnug hún var. Röðun orða í orðasöfnum eftir stafrófsröð er gagnleg af því að hún auðveldar mönnum að finna orð. Þeir þurfa ekki að skoða öll orðin heldur geta þeir flýtt sér til þess staðar í röðinni sem við á. Þetta geta menn af því að þeir hafa frá barnsaldri lagt á minnið röð stafanna. Notkun staf- rófsraðarinnar sparar mikla vinnu og eykur því afköst manna. Staf- róf vélheilanna — ASCII (American Standard Code for Information Interchange) eða nýrri kóðar eins og Unicode sem byggja á ASCII en fara langt umfram 128 tákn — fylgir á köflum röð bókstafanna í staf- rófinu en þyrfti ekki að gera það. Skjótvirka örgjörva rafeindaheilanna munar ekkert um að „skoða" hvert einasta orð og það gera þeir í hvert sinn sem þeir eiga að finna einhverja tiltekna samstöfu. Þessa vinnu gætu menn einnig framkvæmt en það myndi taka þá ærinn tíma. Staf- rófsröð bókstafa og annarra tákna skiptir ekki máli fyrir vélarnar, nóg er að sérhverju rittákni samsvari ákveðið stafrænt bitamynstur til þess að rafheilinn geti leitað uppi gefnar táknarunur í orða- og textasöfn- um. Örgjörvinn getur ekki aðeins leitað að stöfum stafrófsins heldur að sérhverju rittákni og þar með töldum greinarmerkjum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.