Orð og tunga - 01.06.2008, Page 34
24
Orð og tunga
um fram til 600 e.Kr. á stafrænt form, og hefur nú víkkað út svið sitt til
þess að ná yfir býsantískar og síðari bókmenntir. Stuðst er við nýjustu
og bestu útgáfur hvers texta en lesháttarafbrigðum sleppt.
Annar viðburður í stafrænum spuna klassískra mála varð á átt-
unda áratugnum þegar þessum sama David Packard tókst að þróa
vélbúnað sem gat ekki aðeins ráðið við textasafn eins og TLG held-
ur einnig við grískt letur og ritvinnslu á grísku. Kerfið var fyrst sýnt
á aðalfundi Samtaka amerískra textafræðinga (American Philological
Association) í Boston árið 1979. Þessi sérhæfða tölva, sem byggð var
á almennu módeli, The Hewlett Packard Minicomputer, var heitin í
höfuðið á fomgríska skáldinu íbýkosi og ein slík stóð á Háskólabóka-
safninu þegar ég var við nám í Háskóla Islands á níunda áratugnum.
í þriðja lagi hafa, síðan Ibicus-tölvan var hönnuð, verið þróuð fjöl-
mörg kerfi til þess að vinna úr TLG-textasafninu. Á vefsíðum TLG eru
talin upp fleiri en 12 slík kerfi. Síðan um árþúsundamótin hefur TLG-
textasafnið aðeins verið aðgengilegt á veraldarvefnum þótt fram að
því hefði það verið fáanlegt á CD-ROM-diskum. Textasafnið á vefn-
um taldi í fyrra 91 milljón orða. Nýjung á TLG er að hægt er að tengja
textana þar við orðmyndagreiningarforrit og grísk-enskar orðabækur
á The Perseus Digital Library til þess að auðvelda nemendum og fræði-
mönnum lestur hinna fomgrísku texta. Þannig er hægt að fletta upp
í orðabókum 91 milljón orða í textum TLG með því einu að „klikka"
á þau. Þótt TLG-textasafnið hafi frá upphafi verið styrkt bæði af op-
inberum sjóðum og einkasjóðum og vinnan við það hafi kostað tugi
milljóna Bandaríkjadala er það nú aðeins aðgengilegt þeim sem borga
áskriftargjald. Starfsmenn Háskóla íslands eru svo heppnir að hafa að-
gang að TLG vegna þess að Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum greiðir fyrir netáskriftina.
Margir klassískir fræðimenn hafa einnig aðgang að miklu stafrænu
latnesku textasafni á CD-ROM-diskum sem tekið var saman af The
Packard Humanities Institute en hefur ekki haldið áfram. Þó geym-
ir PHI 5.3-diskurinn nánast alla latneska texta frá því fyrir árið 200
e.Kr. Auk þess selur Biblioteca Teubneriana aðgang að sínu víðfeðma
textasafni á veraldarvefnum. Þetta textasafn var upphaflega ritröð fyr-
ir grískar og latneskar textaútgáfur hins virta austur-þýska Teubner-
forlags í Leipzig sem eftir fall Berlínarmúrsins hefur lagt sig mjög eft-
ir nútíma útgáfuaðferðum. Einnig eru einstaklingar og ýmsir hópar
óþreytandi við að bæta í veraldarvefinn latneskum og grískum text-